22.12.2017 | 09:16
Hús dagsins: Gilsbakkavegur 13
Fjögur efstu húsin við Gilsbakkaveg eru öll reist árin 1945-46. Þar er um að ræða þrjú íbúðarhús og stórhýsi Frímúrarareglunnar sem stendur efst á horninu þar sem mætast Gilsbakkavegur, Kaupangsstræti, Þingvallastræti og Oddeyrargata. En efsta íbúðarhúsið á Gilsbakkavegi er hús nr. 13 en það hús reisti Tómas Björnsson kaupmaður árið 1946. Árið áður sótti hann um að fá leigðan hluta Akureyrarbæjar í efstu íbúðarhúsalóðinni við Gilsbakkaveg. En hann hafði þegar tryggt sér þann hluta sem KEA átti í lóðinni. Haustið 1945 var Tómasi leyft að reisa hús á lóðinni, ein hæð með valmaþaki út tré, járnklætt, 11,7m á breidd og 14,5m á lengd. Teikningarnar gerði Guðmundur Gunnarsson, en þær munu ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu. Þar má hins vegar sjá raflagnateikningar Haraldar Guðmundssonar frá júlí 1946. En Gilsbakkavegur 13 er einlyft steinsteypuhús með háu valmaþaki og á háum kjallara. Austarlega á framhlið er kvistur og svalir út af honum. Útskot eru til vesturs og suðurs (austarhluti framhliðar skagar eilítið fram) en steypt verönd og inngöngudyr í horninu mill framskots og suðurhliðar. Þá er einnig bílskúr áfastur austurhlið og svalir ofan á. Einfaldir póstar eru í gluggum hússins og bárujárn á þaki. Húsið var frá upphafi íbúðarhús, en þarna var til heimilis snemma á 7.áratugnum umboðið fyrir Scania vörubíla. Það starfrækti Árna Árnason. Húsið hefur nýverið hlotið miklar endurbætur og er allt sem nýtt en þó næsta lítið breytt frá upphaflegri gerð að ytra byrði. Húsið prýðir skemmtileg svalahandrið á kvisti og lóðin er innrömmuð af voldugum steyptum kanti sem myndar vissa heild með húsinu. Á þessum kafla er Gilsbakkavegur mjög brattur og hæðarmismunur lóðar því nokkur milli austurs og vesturs. Kantur þessi er meira en mannhæðar hár austast en e.t.v. 120-30cm vestast. Þá eru á lóðinni gróskumikil reynitré. Nú er starfrækt í húsinu gistiheimili sem kallast Hvítahúsið. Ekki ætti að væsa um þá ferðalanga sem gista hið glæsta hús Gilsbakkaveg 13. Myndin er tekin þ. 11.nóv. 2017.
Heimildir:
Bygginganefnd Akureyrarbæjar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr.1022, 4.júní 1945. Fundur nr. 1034, 12.okt. 1945. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 430
- Frá upphafi: 440787
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 208
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll aftur Arnór og takk fyrir svarið þá, ég fann myndina af túninu aftur. Ég tók mynd af því 1999, var að fletta albúminu s.l. vor og velta fyrir mér hvar þetta væri.
Ég gisti þá einmitt í þessu húsi. Það var ágætt að vera þar, aðeins einn galli á því. Herbergin voru í kjallara, og þar var bara eitt bað með klósetti. Ef einhver var lengi í sturtu, komst enginn á kló á meðan. Það var hægt að fara upp og banka á hjá húsráðendum - ef þau voru heima. Annars var bara að hlaupa niður Gilið og á klósettin sem voru undir Hótel KEA - eða?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 22.12.2017 kl. 18:55
Sæl og blessuð.
Ekkert að þakka, ánægjulegt að geta miðlað upplýsingum til gagns og gamans :)
Já, þetta er ákveðinn ókostur sem þú lýsir þarna, sérstaklega ef margir eru um aðstöðuna. Í mörgum eldri húsum (frá um eð fyrir miðja síðustu öld) var aðeins snyrting, þ.e. klósett og vaskur og sturta eða bað í eða inn af þvottahúsum. Hvað þetta varðar, var það ekki ósniðugt fyrirkomulag- en í flestum húsum hefur þessu verið breytt. Það er auðvitað ætíð grundvallaratriði í gistiaðstöðu að snyrtingamál séu í lagi, hversu heimilisleg eða vistleg aðstaðan er að öðru leyti.
Bestu kveðjur- og gleðileg jólin :)
Arnór Bliki.
Arnór Bliki Hallmundsson, 24.12.2017 kl. 12:01
Sæll aftur. Ég var að leita að þessu því ég ætlaði að koma við á Akureyri í júní á leið austur á Firði. Ég hafði ályktað að þetta væri rétta túnið, eins og þú ert búinn að staðfesta. Þegar ég kom norður, var stormur, súld og hiti 3°C, aðeins skárra næsta dag þegar ég skoðaði túnið, en samt rigning.
Það hlýtur að vera erfitt, einkum f. eldra fólk, að búa á Ak. að vetrarlagi, a.m.k. í sumum bæjarhlutum, ef það er ekki með bíl. Matarverslanir eru þannig staðsettar, engar litlar búðir lengur í og nálægt mið+innbænum, og strætóar á klukkutíma fresti! Og samt eru þeir kallaðir City Bus á túristakortum, sem virkar eins og grín á okkur hér í borginni. Nær væri að kalla þá Village Bus.
Gleðileg jól.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 24.12.2017 kl. 17:01
Sæl og blessuð.
Ég þekki það af eigin raun að ferðast um Akureyri gangandi og með strætó, allan ársins hring. Margt má betur fara en eins margt sem vel er gert - eins og gengur og gerist. Tek heilshugar undir með þér varðandi matvöruverslanirnar; smáar hverfisverslanir ("kaupmaðurinn á horninu") hafa því miður allar lagst af, og ekki matvöruverslun hefur ekki verið starfrækt í Miðbænum síðan 10-11 í Hamborg var lokað fyrir 5-6 árum. (Það fæst að vísu ýmislegt í BSO s.s. kex og kaffi - svo því sé haldið til haga). Fyrir 15-20 árum voru a.m.k. tvær sjoppur í hverju hverfi s.s. Síða og HM-hornið í Glerárþorpi, Esja og Eyrarbúðin á Eyrinni, Garðshorn á Brekkunni, Hólabúðin í Miðbænum og Brynja í Innbænum. Sú síðastnefnda er auðvitað enn við lýði en aðeins sem ísbúð. Þetta hefur mér þótt sorgleg þróun; mikill sjarmi yfir þessum smáu hverfisverslunum og sjoppum- að ekki sé talað um hversu þægilegar svona hverfisverslanir eru fólki sem á erfitt með gang eða er bíllaust- eða hvort tveggja í senn. Það er af sem áður var. Þó má enn finna nokkrar "kaupmanns á horninu" verslanir á Höfuðborgarsvæðinu.
Arnór Bliki Hallmundsson, 29.12.2017 kl. 00:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.