Hús dagsins: Fjólugata 20

Árið 1942 fengu þeir Sigurður Björnsson og Stefán Þórarinsson hornlóð Fjólugötu og Hörgárbrautar (síðar Glerárgötu) P3030714og fengu þeir að byggja þar steinsteypt hús með steinlofti og steinþaki, grunnflötur ferningslaga, 8,3m á kant auk útskots að vestan, 1x4m. Teikningar að húsinu gerði Tryggvi Jónatansson. Áratug eftir byggingu hússins, þ.e. árið 1953 var byggt við húsið að austanverðu og til norðurs og líkast til hefur valmaþak verið byggt á húsið við sama tækifæri, en upprunalega var þak hússins flatt. Þær teikningar eru undirritaðar af Sigurði Björnssyni. En Fjólugata 20 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki og á lágum grunni. Bárujárn er á þaki en einfaldir, lóðréttir póstar í gluggum, og horngluggar í anda Funkis – stefnunnar á SV-horni. Svalir eru til vesturs á viðbyggingu en til suðvesturs í kverkinni á milli álma.

Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús en um tíma var starfrækt þarna húsgagnasmíðaverkstæði, Húsgagnavinnustofa Stefáns Þórarinssonar; sbr. þessa auglýsingu frá 1955. Kannski einhverjir lesendur sem muna eftir þessu verkstæði og húsgögnum þaðan- og eflaust leynast húsgögn frá Stefáni Þórarinssyni í stofum eða geymslum hér og þar. Fjólugata 20 er traustlegt hús og í góðri hirðu. Það stendur á horni Fjólugötu og fjölförnustu götu Akureyrar- þjóðvegar 1 raunar og hélt ég raunar lengi vel, að þetta hús stæði við Glerárgötu. Lóðin er stór og vel gróin ogP3030715 ber þar mikið á stórri Alaskaösp. Myndirnar eru teknar þann 3.mars sl. en öspin nýtur sín auðvitað betur í sumarskrúða en á þessari mynd.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundagerðir 1941-48. Fundur nr. 922, 28.ágúst. 1942. Fundur nr. 925, 11.sept. 1942. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband