20.9.2018 | 20:58
Hús dagsins: Munkaþverárstræti 29
Munkaþverárstræti 29 mun vera byggt árið 1951, en ekki gat höfundur fundið neinar heimildir um húsið í fundargerðarbókum Bygginganefndar frá árunum 1948 57. Alltént kemur Munkaþverárstræti 29 hvergi fyrir í registrum í fundargerðunum, og ekki gat höfundur séð það í neinum fundargerðum áranna 1950 og 1951. Nöfn þeirra sem skráð eru til heimilis þarna fyrstu ár eftir byggingu er heldur ekki þar að finna. (Að sjálfsögu er sá fyrirvari, að höfundi hafi einfaldlega yfirsést eða hreinlega ekki leitað nógu vel). Teikningarnar gerði Tryggvi Jónatansson og vera má, að hann hafi stýrt byggingu hússins.
Árið 1954 búa þarna skv. Íbúaskrá þau Agnar Tómasson og Sigurlaug Óskarsdóttir,en þar kemur fram að þau hafi flutt út það ár. Þá fluttu í húsið þau Friðrik Adolfsson og Jenný Lind Valdimarsdóttir og leigðu þau húsið af Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Elsta heimildin sem finna má á timarit.is er frá september 1953 þar sem Jóna Kjartansdóttir óskar eftir stúlku til innanhússtarfa. Árið 1962 keyptu húsið þau Stefán Stefánsson verslunarstjóri hjá KEA og María Jónína Adolfsdóttir og bjuggu þau þarna um árabil. Byggðu þau við húsið um 1967, álmu til austurs en teikningarnar að henni gerði Birgir Ágústsson. Húsið er einlyft steinsteypuhús með einhalla þaki til tveggja átta, þ.e. þak eystri hluta hallar til vesturs en þak vestri hluta, viðbyggingar hallar til austurs. Gluggar eru með einföldum póstum og þakdúkur eða pappi á þaki. Á miðri suðurhlið er sólskáli og á lóðarmörkum er upprunaleg girðing, steyptir stöplar með járnavirki. Á framhlið er mjótt útskot eftir hálfri hlið og inngöngudyr í kverkinni á milli. Meðalaldur húsa við Munkaþverárstræti árið 2018 er 80 ár, og er Munkaþverárstræti 29, byggt 1951, annað yngsta húsið við götuna. Það er engu að síður í góðu samræmi við heildarmynd götunnar, enda er aldursmunur hússins og nærliggjandi húsa svosem ekki sláandi. Húsið er hluti hinnar löngu og samstæðu heildar funkishúsa við götuna, og viðbygging þykir vera lítt áberandi, skv. Húsakönnun 2015, sem metur húsið með 1. stigs varðveislugildis, líkt og langflest húsin við Munkaþverárstræti. Á lóðarmörkum er upprunaleg girðing, steyptir stöplar með járnavirki og lóðin vel gróin og í góðri hirðu. Myndin er tekin sunnudaginn 18. febrúar 2018 en þann dag brá sá sem þetta ritar sér í ljósmyndaleiðangur um nyrðri hluta Munkaþverárstrætið.
Heimildir:
Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf
Íbúaskrá Akureyrar 1954. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Spjaldskrármanntal á Akureyri 1951- 60. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.2.): 14
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 200
- Frá upphafi: 441464
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 148
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll vertu
Mig langar að koma með ábendingar.
1)Þau sem keyptu húsið 1962 Sambandi íslenskra Samvinnufélaga voru hjónin Stefán Stefánsson og María Jónína Adolfsdóttir.
Systir Maríu, Guðrún Adolfsdóttir bjó með eiginmanni sínum, ÁsgrímiG. Stefánssyni á öðrum stað í sömu götu.
2) Foreldrar minir leigðu húsið af Sambandi íslenskra Samvinnufélaga frá 1954 til 1962.Faðir minn hét Friðrik Adolfsson og móðir mín heitir Jenny Lind Valdimarsdóttir.
Það voru systkyni María, Guðrún og Friðrik.
Kveðja
Valdimar Leó Friðriksson
Valdimar Leó Friðriksson (IP-tala skráð) 21.9.2018 kl. 11:15
Heill og sæll Valdimar
Þakka kærlega gagnlegar ábendingar; rétt skal vera rétt. Það kemur einmitt fram í spjaldskrármanntali Akureyrar 1954, að þau Agnar og Sigurlaug hafi flutt út á árinu. Þá hefur nöfnum þeirra systra hefur greinilega slegið saman hjá mér,biðst velvirðingar á því; Guðrún Adolfsdóttir og Ásgrímur bjuggu auðvitað í Munkaþverárstræti 37 sem ég fjallaði um nýlega hér. Eitt er víst, að ég ætla að athuga hvort ég finni ekki einhverjar færslur tengdar SíS í bókunum Byggingarnefndar frá 1950-´51.
Bestu kveðjur og þakkir,
Arnór Bliki.
Arnór Bliki Hallmundsson, 22.9.2018 kl. 10:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.