Hús dagsins: Sniðgata 3

Efsta húsið, eða öllu heldur efra húsið við sunnanverða Sniðgötu er hús nr. 3, en það reistu þau Kristófer Vilhjálmsson  árið 1942. Hann fékk leyfi til að reisa hús, eina hæð á háum kjallara úr steinsteypu með steyptu gólfi og þaki.P2180716 Stærð á grunnfleti 10,4x8,5 auk útskots að vestan, 1x3,6m. Teikningarnar að húsinu gerði Halldór Halldórsson. Á þessum tíma voru steyptar plötur undir þökum og milli hæða að ryðja sér til rúms, en á fyrstu áratugum steinsteypunnar var algengast að aðeins útveggir væru steyptir en innveggir og milliloft úr timbri. En svo er semsagt ekki í tilfelli Sniðgötu 3. 

Sniðgata 3 er í Húsakönnun 2015 sagt „nokkuð sérstakt funkishús“, einlyft steinsteypuhús með flötu þaki og á háum kjallara með steiningarmúr og líklega með þakpappa á þaki. Einfaldir þverpóstar með tvískiptum efri fögum eru í flestum gluggum og horngluggar á þremur hornum, en NA horn  gluggalaust. Þar er steyptar tröppur upp að inngöngudyrum, með stölluðu (tröppulaga) steyptu handriði. Kristófer Vilhjálmsson bjó hér alla sína tíð frá því hann byggði húsið, en hann lést 2006.  Hann var verslunarmaður og gegndi hinum ýmsu embættisstörfum, m.a. formaður Félags Verslunar og skrifstofufólks á Akureyri. Líklega er húsið, sem alla tíð hefur verið íbúðarhús að mestu óbreytt frá upphafi að yrta byrði, það hefur t.d. ekki verið byggt við húsið. Við götu er einnig vegleg girðing með steyptum stöplum og járnavirki sem er væntanlega frá svipuðum tíma og húsið var byggt. Lóð hússins liggur að lóð Amtsbókasafnsins, og á meðfylgjandi mynd má sjá hluta af bakhlið þess nærri vinstra horni. Þannig má segja, að íbúar Sniðgötu 3 búi svo vel, að hafa Amtsbókasafnið „í bakgarðinum“. Myndin er tekin sunnudaginn 18. febrúar 2018.

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48.  Fundur nr. 909, 8. maí 1942. Fundur nr. 910, 15. maí 1942

Óprentað og óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 5
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 422
  • Frá upphafi: 440779

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 201
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband