1.12.2018 | 17:16
Hús dagsins: Viðarholt í Glerárþorpi; Sunnuhlíð 17.
Gleðilega hátíð kæru lesendur, og til hamingju með 100 ára Fullveldi Íslands. Í tilefni dagsins, þótti mér rétt að taka fyrir hús sem byggt er á Fullveldisárinu 1918. Á Akureyri eru þau ekki mörg en þó má finna eitt í Glerárþorpi. Varðandi byggingarárið treysti ég á grein sem Lárus Zophoníasson bókavörður birti í tímaritinu Súlum árið 1980, en á húsinu sjálfu stendur reyndar 1916. Viðarholt tók ég raunar fyrir stuttlega árið 2012, en hér er ítarlegri grein:
Býlið Viðarholt í Glerárþorpi, sem stendur í krika á milli gatnanna Sunnuhlíðar að sunnan og Steinahlíðar að norðan, og telst nr. 17 við fyrrgreinda götu reistu þau Kristján Þorláksson og Indíana Jóhannsdóttir. Heimildum ber ekki alveg saman um byggingarár, en Lárus Zophoníasson (1980) segir það byggt 1918, en engu að síður stendur 1916 á skilti utan á húsinu. Helsta heimildarit síðuhöfundar, fundargerðir Byggingarnefndar Akureyrar gagnast ekki við upplýsingaöflun um býlin í Glerárþorpi. Þorpið tilheyrði nefnilega Glæsibæjarhreppi til ársins 1954 og komu byggingar þar þ.a.l. ekki inn á borð Byggingarnefndar Akureyrar. Ekki liggur fyrir hver teiknaði húsið.
Viðarholt er einlyft timburhús, ýmist múrhúðað eða klætt bárustáli með lágu risi og á lágum grunni. Á framhlið er lítill inngönguskúr með áföstum tröppum, en hann var byggður við húsið árið 1997 eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar. Bárujárn er á þaki en einfaldir þverpóstar í gluggum.
Elsta heimildin sem gagnasafnið timarit.is finnur um Viðarholt er frá janúar 1920. Þar eru þau Indíana og Kristján í Viðarholti á lista yfir nöfn þeirra, sem hafa gefið til berklahælis hjer norðanlands og geisla- lækningastofu í sambandi við sjúkrahús Akureyrar. (Íslendingur 6.árg. Fylgiblað 30. jan 1920)
Fjölmargir lögðu þessari söfnun lið, en umrætt berklahæli er að sjálfsögðu Kristneshæli, sem reis af grunni sjö árum síðar. Ýmsir hafa búið á Viðarholt þessa öld (a.m.k.) sem það hefur staðið, en húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús. Í manntali 1920 búa sjö manns á Viðarholti, auk Indíönu og Kristjáns synir hennar, Sigþór og Hannes Júlíus Jóhannssynir, sonur þeirra hjóna Jóhann Valdimar auk Jóhönnu Margrétar Þorsteinsdóttur sem skráð er sem hjú. Þá virðist annar Kristján og sá var Jónsson, hafa búið þarna snemma á 3. áratugnum en hann lést 1924 og var þá sagður bóndi í Viðarholt. Þannig að mögulega hefur þarna verið tvíbýlt og sjálfsagt hafa búið þarna tvær eða fleiri fjölskyldur samtímis á fyrri hluta 20. aldar. Indíana var mjög virk í störfum kvenfélagsins Baldursbrár, sem stofnað var í Glerárþorpi 1919. Hún var mjög sennilega stofnfélagi þess, þó ekki hafi hún komist á blað þar (sbr. Guðrún Sigurðardóttir 2004: 27) og var virk í félaginu uns þau Kristján fluttust til Akureyrar, en það mun hafa verið 1931. Hann lést langt fyrir aldur fram árið 1935, en Indíana lést daginn eftir 99 ára afmæli sitt, 28. apríl 1968. Árið 1932 auglýsir Steingrímur Sigvaldason býlið til leigu í Íslendingi.
Á Viðarholti var stundaður búskapur í einhverri mynd áratugum saman en útihús eru þó öll horfin og túnin komin undir byggð. Líklega hafa Viðarholtsbændur gegn um tíðina að mestu stundað fjárbúskap, þeirra á meðal þau Kjartan Sumarliðason og Stella Jónsdóttir, sem hér bjuggu um áratugaskeið, fram yfir aldamót. Bústofn þeirra rataði stundum í Búnaðarritið, svo sem tveggja vetra hrúturinn Nökkvi sem taldist meðal þeirra bestu á Hrútasýningu 1974. Hér segir einnig frá móður Nökkva, Skessu 69-057 á afkvæmasýningu tveimur árum síðar. Þéttbýli tók að byggjast upp í Glerárþorpi fljótlega eftir að þorpið var lagt undir Akureyri 1955 en hverfið sem Viðarholt er nú hluti af byggðist að mestu á 8. og 9. áratug 20. aldar. Hefur þá búskap á Viðarholti væntanlega verið sjálfhætt eftir því sem þéttbýlið nálgaðist. Á síðari hluta níunda áratugarins var starfrækt þarna trésmiðjan SMK. Nú er Viðarholt við efri mörk Hlíðahverfis, steinsnar neðan við Hlíðarbraut sem skilur einmitt að Hlíða og Síðuhverfi og telst, sem áður segir standa við Sunnuhlíð 17.
Húsið, sem er einfalt og látlaust, er í mjög góðri hirðu og lítið breytt frá upphafi að ytra byrði. Þá er umhverfi hússins mjög skemmtilegt, lóð stór og gróin og aðkoman að lega hússins ber þess greinilega merki að um fyrrum sveitabæ sé að ræða. Er húsið og umhverfi þess til mikillar prýði í umhverfi sínu. Þegar rætt er um varðveislugildi húsa er það oft sett í samhengi við götumyndir og heildir en í tilfelli Viðarholts, og býla Glerárþorps horfir málið öðruvísi við. Þau mynda auðvitað ekki götumynd hvert með öðru en eru flest öll til mikillar prýði og setja mjög skemmtilegan svip á hverfin þar sem þau standa. Þar er hið aldargamla Viðarholt svo sannarlega engin undantekning. Ég hef lýst yfir þeirri skoðun að gömlu býlin í Glerárþorpi ætti öll að friða eða að þau hljóti hátt varðveislugildi. Almennt þykja mér gömul býli í nýrri hverfum stórmerkileg. Myndin af Viðarholti er tekin þann 18. júní 2012.
Heimildir: Lárus Zophoníasson. Um upphaf byggðar í Glerárþorpi. Súlur X. Ár (1980). bls. 3-33.
Guðrún Sigurðardóttir (2004). Kvenfélagið Baldursbrá 1919-1999. Akureyri: Kvenfélagið Baldursbrá.
Manntal 1920
Ýmsar heimildir af timarit.is, sjá tengla í texta.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 2
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 264
- Frá upphafi: 441395
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 226
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.