Hús dagsins: Hríseyjargata 14

Haustið 1940 stóðu engin hús við Hríseyjargötu norðan Eiðsvallagötu, en þá fékk Bjarni Þorbergsson trésmiður lóðina norðan við hornlóð þessara tveggja gatna. Upphaflega sóttist hann eftir hornlóðinni en fékk ekki, einhverra hluta vegna. Þar byggði Stefán Snæbjörnsson hins vegar húsið Eiðsvallagötu 13 árið 1943.PB180852

En Bjarni fékk semsagt þessa lóð, og fékk að byggja þar járnvarið timburhús , 7x11m að stærð. Ekki fer frekari sögum af byggingum Bjarna í bókunum Byggingarnefndar.  Ein elsta heimild sem timarit.is finnur um Hríseyjargötu 14 er frá vorinu 1945, þar sem Bjarni Þorbergsson auglýsir til sölu nokkur hunduð r-steina. Því er ekki óvarlegt að áætla, að húsið sé reist úr r-steini. Bjarni byggði á lóðinni verkstæðisskúr þar sem hann vann að iðn sinni, og smíðaði hann flestallar trésmíðavélar sínar sjálfur frá grunni sem og handverkfæri. (Árið 1941 voru auðvitað hvorki til Verkfæralagerinn né Húsasmiðjan). Bjó hann hér alla tíð eftir að hann reisti húsið, en hann lést 1964. Ekkja Bjarna, Guðrún Guðmundsdóttir bjó hér einnig til æviloka eða 1984. Bjarni og Guðrún voru bæði að vestan, nánar tiltekið frá Arnarfirði.

Húsið hefur alla tíð verið íbúðarhús og er líklega að mestu óbreytt frá upphafi þ.e. að ytra byrði.  Líkt og flest öll húsin við Hríseyjargötuna er húsið í góðri hirðu og til prýði, og hluti af þessari skemmtilegu heild einlyftra funkishúsa með valmaþökum sem finna má við nyrðri hluta Hríseyjargötu og Ægisgötu. Ekki þekki ég hvort húsakönnun hafi verið unnin fyrir þetta svæði þ.a. hugsanlegt varðveislugildi hússins liggur ekki fyrir, mér vitanlega. En svo sem fram kom í pistlinum um Hríseyjargötu 13 tel ég, sem áhugamaður sem leyfir sér að hafa á því skoðun, hiklaust að þessar umræddu heildir að Hríseyjargötu 14 meðtalinni, ættu að hafa varðveislugildi. Myndin er tekin þann 18. nóvember 2018.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935 - 40. Fundur nr. 854, 6. sept. 1940. Fundur 858, 11. okt. 1940. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 290
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband