Hús dagsins: Holtagata 3

Árið 1941 fékk Jónas nokkur Hallgrímsson lóð og byggingarleyfi fyrir húsi byggðu úr r-steini, 10x9,25m að stærð, eina hæð með „höllu“ þaki með kjallara undir hálfu húsinu. PA090822Húsið er byggt eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar en hann hafði einmitt fengið lóðina snemma árs 1940 en samþykkti ári síðar að yfirfæra hana til Jónasar.

Holtagata 3 er einlyft steinhús með aflíðandi einhalla þaki. Á veggjum eru steníplötur og bárujárn á þaki en einfaldir lóðréttir póstar í gluggum. Hluti framhliðar skagar eilítið fram og í kverkinni á milli eru inngöngudyr og hallandi skýlisþak yfir tröppum. Húsið er að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð, ekki hefur verið byggt við það, en árið 1990 var þaki breytt og húsið klætt svokölluð steníplötum. Þær breytingar voru gerðar eftir teikningum Birgis Ágústssonar.   

Jónas Hallgrímsson, sem heiðurinn á af byggingu Holtagötu 3, þekkja flestir betur sem Jónas H. Traustason, framkvæmdastjóra skipafgreiðslu ríkisins og Eimskipa um árabil. Jónas var frá Hóli í Svarfaðardal og svo vill til, að pistill þessi birtist á afmælisdegi hans, en hann var fæddur 11. mars 1915, látinn 1996) Kona Jónasar var Guðný Jakobsdóttir og bjuggu þau ásamt börnum sínum hér um árabil en byggðu síðar hús á Ásvegi 29, nokkuð ofar og norðar á Brekkunni. Margir hafa búið hér á eftir þeim Jónasi og Guðnýju, og mun húsið alla tíð hafa verið einbýlishús. Húsið er í mjög góðu standi og hefur líkast til alla tíð hlotið gott viðhald. Lóðin er einnig gróin og vel hirt og á lóðarmörkum er upprunalegur steyptur veggur með járnavirki. Myndin er tekin þann 9. okt. 2018.

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41.  Fundur nr. 847, 1. mars. 1940. Fundur nr. 869, 17. mars 1941. Fundur nr. 871, 18. apríl 1941. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 19
  • Sl. viku: 341
  • Frá upphafi: 440824

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 161
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband