Vetrardagar

Hér eru nokkrar myndir sem ég hef tekið á göngutúrum, löngum jafnt sem stuttum síðastliðna mánuði. 

Sunnudaginn 27. jan. brá ég mér upp í Naustaborgir sem segja má, að skilji að Hamrasvæðið og efstu byggðir Naustahverfis. Þessar sérlegu geðþekku klettaborgir undir Hamraklettum eru mikið unaðsland á sumrin með sinn gróður og fuglalíf. Og ekki eru Naustaborgirnar síðri á köldum janúardögum í 13°frosti. Hér er horft til suðurs yfir svokallaðan Naustaflóa. Fyrir miðri mynd má sjá klettana Arnarklett (ofan Kjarnaskógar) og Krossklett (ofan Hamra) og vinstra megin miðju sjást efstu brúnir Staðarbyggðarfjalls, sem ná hæst 1060 m y.s. (u.þ.b. hálf hæð Öræfajökuls)

P1270886

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svona lítur Kaldbakur (1167m) út gegn um aðdráttarlinsu frá Naustaborgum

P1270891

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v.Súlutindur (Ytri Súla) sem er skv. ýmsum kortum nákvæmlega jafn hár Kaldbaki (1167m).Ysti og hæsti hluti Eyrarlandsháls, Hamrahaus og Háubrekkur eða Fagrahlíð séð efstu byggðum Naustahverfis, við hliðið að útivistarsvæðinu í Naustaborgum.

P1270882

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fálkafell má greina á myndinni að ofan sem örlitla þúst hægra megin á mynd (hægt að stækka mynd með því að smella á hana). Ég átti leið þangað fyrr í vetur eða 9. des. Þá var útlitið svona:

PC090854

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það getur orðið nokkuð snjóþungt þarna uppfrá...svona var það 10. febrúar sl.

 

P2100898

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2.mars hafði hlánað...

P3020891

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft af flatanum sunnan Fálkafell til SA, framundan er Garðsárdalur og Öngulstaðaöxl en nær Lönguklettar eða Hamrahamrar.

P3020890

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er aldeilis engin hláka heldur er frostið um 10 stig, sunnudaginn 3. febrúar. Hrímþoka stígur upp úr Pollinum, myndin tekin skammt sunnan við Torfunef.

P2030881


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 154
  • Sl. sólarhring: 172
  • Sl. viku: 450
  • Frá upphafi: 420471

Annað

  • Innlit í dag: 144
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 141
  • IP-tölur í dag: 141

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband