Hús dagsins: Holtagata 6

Holtagötu 6 reistu þau Guðrún Sigurðardóttir og PA090825Guðbjartur Snæbjörnsson skipstjóri árið 1942. Guðrún sótti um byggingarleyfi, f.h. Guðbjarts, en hann hafði áður fengið lóðina í september 1941. Húsið skyldi byggt úr steinsteypu, útveggir og þak klætt að inn með sementshúðuðu timbri, og húsið að stærð 8x8m. Leyfisveitingu var hins vegar frestað af hálfu byggingarnefndar vegna áforma um íbúð í niðurgröfnum kjallara. En um vorið 1942 sótti hönnuður hússins, Stefán Reykjaklín um að breyta húsinu, þ.e. að reist yrði útbygging til norðurs 1,5x4,9m. Nefnd minnti þá á frestun byggingarleyfis frá haustinu áður...en 77 árum síðar stendur Holtagata 6 með glæsibrag. Margir hafa átt hér á þeim 77 árum. Guðbjartur og Guðrún bjuggu  hér  til æviloka, hann lést 1967 en hún 1984. Guðbjartur Snæbjörnsson var um áraraðir skipstjóri á hinum valinkunna flóabáti Drangi sem sigldi m.a. út með Eyjafirði til Hríseyjar og Grímseyjar.

Holtagata 6 er tvílyft steinsteypuhús með lágu valmaþaki, lóðréttum póstum í gluggum og bárujárni á þaki og grófri múrhúð á veggjum. Horngluggar í anda funkisstefnunnar eru til suðurs, og á norðurhlið er forstofuálma með steyptum tröppum að götu, að inngangi efri hæðar. Á suðurhlið eru miklar svalir úr timbri sem standa á stólpum. Þær eru seinni tíma viðbót við húsið, ásamt núverandi valmaþaki með háum kanti, en að öðru leyti mun húsið lítið breytt frá upphafi að ytra byrði.  Í Húsakönnun 2015 fær húsið varðveislugildi 1, eða 1-, mínusinn vegna „óviðeigandi þakkants“ svo sem þar segir (Ak. bær, Teiknistofa Arkitekta 2015: 129). En hvað sem því líður er Holtagata 6 stórglæsilegt og vel hirt hús og til prýði í skemmtilegri götumynd. Lóðin er einnig vel hirt og gróskumikil, þar er m.a. stæðilegt grenitré suðaustan við húsið. Ein íbúð mun í húsinu. Myndin er tekin þann 9. október 2018.   

Heimildir: Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf

Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 885, þ. 19. sept. 1941. Fundur nr. 911, 22. maí 1942. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 440807

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband