9.9.2019 | 15:51
Hús dagsins: Strandgata 6
Árið 1929 fékk Síldareinkasalan lóð undir skrifstofubyggingu og óskaði eftir grunninum í norðausturhorni byggingarreits nr. 40. Umræddur byggingarreitur er væntanlega samkvæmt fyrsta Aðalskipulagi Akureyrar sem samþykkt var fáeinum misserum áður eða 1927. Fékk Síldareinkasalan lóð 14x12m að stærð og heimilt að reisa þarna bráðabirgðabyggingu 10x15m. Lóðarleiga var 200kr á ári og uppsegjanleg með 6 mánaða fyrirvara að hálfu beggja samningsaðila. Ekki er vitað hver teiknaði húsið.
En Strandgata 6 er einlyft timburhús á lágum grunni með valmaþaki. Steníplötur á veggjum og bárujárn á þaki, og verslunargluggar á framhlið og gluggi á austurhlið með einföldum þverpósti. Húsið skiptist raunar í tvær álmur, vesturhluti er með flötu þaki og er hann áfastur Strandgötu 4 (Nýja Bíó). Í upphafi mun þak húsið hafa verið einhalla (skúrþak) en valmaþak byggt síðar, og er húsið töluvert breytt frá upprunalegri gerð.
Síldareinkasala Íslands var stofnsett þann 1. maí 1928 eftir lögum frá Alþingi um einkasölu á útfluttri síld. Framkvæmdastjórar Síldareinkasölunnar voru þrír, þeir Einar Olgeirsson, Ingvar Pálmason og Pétur Á. Ólafsson. Sem áður segir fékk Síldareinkasalan að reisa þarna bráðabirgðabyggingu og skemmst er frá því að segja, að 90 árum síðar stendur bygging þessi enn og hefur þjónað hinum ýmsu hlutverkum. Síldareinkasalan varð raunar ekki langlíf, en hún varð gjalþrota í desember 1931. Eftir það var húsið nýtt til íbúðar en einnig undir ýmsa starfsemi, þ.e. vestari hluti hússins. Þarna hefur m.a. verið starfrækt fiskbúð, véla- og raftækjasala. Þá var þarna rakarastofa um áratugaskeið. Frá fyrri hluta tíunda áratugarins og fram til hausts 2017 starfrækt þarna Nætursalan, veitinga- og sælgætissala. Þá var húsið aðalbiðstöð Strætisvagna Akureyrar og vagnstjórar þarna með kaffistofu; þarna byrja og enda allar ferðir strætisvagnanna. Enn eru vagnstjórar með aðstöðu í hluta hússins, sem er að öðru leyti ónotað.
Eftir því sem síðuhafi kemst næst, gerir núgildandi skipulag ráð fyrir því, að Strandgata 6 víki. Þannig er líklegast að Strandgata 6 verði rifin og að þar með ljúki a.m.k. 90 ára sögu bráðabirgðabyggingar Síldareinkasölunnar. Hins vegar má geta þess, að mörg dæmi eru um að gömul timburhús séu flutt og hljóti framhaldslíf á nýjum stað og er það e.t.v. ekki útilokað í þessu tilfelli. Myndin er tekin þann 21. júní 2019.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1921-30. Fundur nr. 624, 31. jan. 1929. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnór. Leiðinlegt að ekki skuli lengur vera hægt að bíða þarna eftir strætó. Og svo er furðulegt að vagnarnir gangi alls ekki um helgar, þótt verslanir séu opnar. Ég lenti í því í sumar að þurfa í apótek á Akureyri og því í Hafnarstræti var lokað kl.17 á fös. Þá var ekki annað í stöðunni en að ganga á laugardagsmorgni frá Brekkugötu 6 til og frá GLERÁRTORGI í frekar slæmu veðri. En hvenær komu rauðir strætisvagnar til Akureyrar?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 15.9.2019 kl. 16:30
Já þetta er frekar bagaleg staða fyrir strætófarþega að komast ekki inn í hús, enda þótt aðstaðan úti hafi verið stórbætt með nýjum skýlum og bekkjum. Leiðakerfið mætti svo eflaust bæta á margan hátt. Sjálfur hefði ég t.d. viljað sjá strætó ganga hringinn um Hamra - Kjarnaskóg- Flugvöll, og ég hef heyrt fleiri tala um stopulan helgarakstur. Á móti kemur að frítt er í strætó; sem er ótvíræður og stór kostur og hef ég vissan skilning á, að það setji þjónustustigi talsverðar skorður.
Enn sem komið er eru aðeins gulir strætisvagnar hér. Vagninn sem þarna sést er "dökk gulur" ef svo mætti segja; hann roðnar víst svona á myndinni vegna stillingar á myndavélinni
Kveðja, Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 16.9.2019 kl. 20:14
Það er nú heldur ekki góð þjónusta f. allt ferðafólkið að eina apótekið í miðbænum sé lokað frá kl.17 á fös.til mán.morguns. En kannski túristar fari bara á Glerártorg. Þeir voru a.m.k. búnir að uppgötva Bakaríið við brúna (á Glerá) sem er opnað kl.7.
Ég vil heldur borga í strætó og fá betri þjónustu, en ég hef auðvitað ekki atkvæðisrétt á Akureyri. Ég er m.a.s. á móti því að ókeypis sé f. fólk 67+ hér f. sunnan, þótt ég sé sjálf komin í þann hóp. Fólk sem borgar ekki getur síður kvartað.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 16.9.2019 kl. 22:09
Já tek undir það, dálítið stopul þjónusta að apótekið sé lokað alla helgina (fólk þarf jú líka á lyfjum að halda um helgar), en e.t.v. bót í máli að það eru fleiri apótek og flest opin um helgar- a.m.k. á laugardögum. Góður punktur já, að þeir sem fá frítt eru þá að vissu leyti settir í þá stöðu að geta síður kvartað, enda þótt mér finnist sjálfsagt að lífeyrisþegar fái frítt eða a.m.k. verulegan afslátt.
Arnór Bliki Hallmundsson, 17.9.2019 kl. 20:13
Sæll enn. Það er til ágætur málsháttur á ensku: - Beggars can’t be choosers.- Það er verulegur afsláttur í strætó hér f. aldraða+öryrkja, en ég vil ekki vera gerð að ölmusumanneskju. - Það var líka stórsnjallt hjá Rvík að hætta að hafa ókeypis f. fólk yfir 67 í söfn borgarinnar og bjóða í staðinn ódýrt Menningarkort 67+. Þá þarf engin/n að standa í því að sanna aldur sinn í hvert skipti. Þetta var nú mest gert til að þurfa ekki að hleypa öllum EES-borgurum yfir 67 ókeypis inn líka, það er víst bannað að mismuna þeim.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 17.9.2019 kl. 21:24
Já þessi enski málsháttur segir allt sem segja þarf. Þetta er nokkuð snjallt fyrirkomulag hjá söfnunum í Rvík (þekki svosem ekki alveg til safnanna hér í bæ).
Arnór Bliki Hallmundsson, 18.9.2019 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.