Hús dagsins: Helgamagrastræti 34

Á síðasta degi febrúarmánaðar 1942 hélt Bygginganefnd Akureyrar sinn 900. fund frá stofnun hennar árið 1857 (Bygginganefnd var fimm árum eldri en kaupstaðurinn sjálfur). P5030900Á meðal þess sem nefndin tók fyrir á þessum „tímamóta“ fundi var úthlutun lóða við norðanvert Helgamagrastrætið. Aðra lóð frá Krabbastíg (Bjarkarstíg) fékk Sigurður Pálsson en næstu lóð norðan við, þ.e. nr. 34 hlaut Ingólfur Kristinsson, starfsmaður Gefjunar. Skömmu síðar fékk Ingólfur að reisa íbúðarhús á einni hæð með kjallara undir þriðjungi grunnflatar, byggt úr r-steini með járnklæddu timburþaki. Stærð að grunnfleti 11,5x9,4m að grunnfleti, auk útskots að vestan, 1x6m.  Húsið var byggt eftir teikningum Páls Friðfinnssonar

Helgamagrastræti 34 er einlyft steinsteypuhús á lágum grunni með lágu valmaþaki. Útskot á framhlið til vesturs og inngangur í kverkinni á milli. Einfaldir póstar í gluggum og horngluggar funkisstefnunnar á sínum stað, og vísa þeir til suðurs. Veggir eru með steiningu og bárujárn á þaki.

Ingólfur Kristinsson, sem byggði húsið bjó hér um áratugaskeið ásamt fjölskyldu sinni, en hann var kvæntur Grétu Jónsdóttur. Þau voru bæði fædd og uppalin á Akureyri. Sem áður segir vann Ingólfur hjá Gefjun en lengst af starfaði hann við Sundlaug Akureyrar. Ingólfur lést 1993 en Gréta 1982. Ýmsir hafa átt og búið í húsinu, sem er nánast óbreytt frá upphaflegri gerð að ytra byrði. Árið 1992 var byggður bílskúr á lóðinni, eftir teikningum Haraldar S. Árnasonar og einnig er á lóðinni voldug timburverönd við suður- og vesturhlið. Lóðin og húsið er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði. Þakjárn virðist nýlegt sem og steiningarmúr á veggjum. Húsið hlýtur, í Húsakönnun 2015, varðveislugildi 1 sem hluti af áhugaverðri heild. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 900, þ. 28. febrúar 1942. Fundur nr. 906 þ. 24. apríl 1942 Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 32
  • Sl. viku: 385
  • Frá upphafi: 436918

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 275
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband