Hús dagsins: Helgamagrastræti 40

Helgamagrastræti 40 reistu þeir Páll Gunnarsson kennari og tengdafaðir hans, Hólmgeir P5030896Þorsteinsson, bóndi á Hrafnagili árið 1946. Síðla árs 1945 og vorið 1946 fékk  Hólmgeir annars vegar lóðina og hins vegar byggingarleyfi fyrir hönd Páls. Í bókunum bygginganefndar kemur ekkert fram um stærð og gerð hússins, aðeins að Hólmgeir fái byggingaleyfi samkvæmt teikningum Haraldar Þorvaldssonar. Engu að síður mun Guðmundur Gunnarsson hafa gert teikningarnar að húsinu, sem ekki eru aðgengilegar á Landupplýsingakerfinu, en kemur fram hér á teikningum Ágústs Hafsteinssonar.

Helgamagrastræti 40 er tvílyft steinhús  með lágu valmaþaki. Útskot til vesturs á framhlið og í kverkinni á milli eru svalir sem skaga út fyrir suðurhlið og ná að útskoti til suðurs. Svalirnar voru stækkaðir í núverandi mynd árið 2002, eftir teikningum Bjarna Reykjalín Einfaldir lóðréttir póstar eru í gluggum og bárujárn er á þaki en veggir eru múrhúðaðir.

Páll Gunnarsson og kona hans, Guðrún Margrét Hólmgeirsdóttir bjuggu hér um áratugaskeið, allt þar til hún lést árið 1983. Páll, sem  var fæddur í Garði í Fnjóskadal, kenndi um árabil við Barnaskóla Akureyrar, var þar skólastjóri og var einnig formaður Barnaverndarnefndar Akureyrar. Páll Gunnarsson lést árið 1991. Guðrún var fædd á Grund í Eyjafirði, en móðir hennar var Valgerður Magnúsdóttir, dóttir hins valinkunna athafnamanns og stórbónda Magnúsar á Grund. Þau Páll og Guðrún munu hafa haft mikið yndi af garðyrkju, og segir í minningargrein Ragnars Jónassonar um Pál að þau hafi ræktað fallegan gróðurreit úr grýttum og rýrum jarðvegi, og þar hafi Páll unað við ræktun trjáa og matjurta. Enn standa nokkur stæðilega reynitré á lóðinni, enda þótt fallegi gróðurreiturinn hafi vafalítið tekið þó nokkuð breytingum frá tíð Páls og Guðrúnar. Enda hafa margir átt hér heima síðan, en öllum eigendum auðnast að hirða vel um lóð og hús. Húsið er í mjög góðri hirðu og lítur vel út. Á lóðarmörkum er steyptur veggur með stöplum að götu, líkt og tíðkast víða við Helgamagrastrætið.

Helgamagrastræti 40 hlýtur í Húsakönnun 2015 varðveislugildi 1 sem hluti af áhugaverðri heild. Myndin er tekin þann 3. maí 2019, en svo vill til, að þann dag voru einmitt liðin rétt 73 ár frá því að Hólmgeiri Þorsteinssyni var veitt byggingaleyfi fyrir húsinu.

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1039, 23. nóv. 1945. Fundur nr. 1052, 3. maí 1946. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 23
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 514
  • Frá upphafi: 436909

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 20

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband