Hús dagsins: Helgamagrastræti 48

Helgamagrastræti 48 reistu þeir feðgar Kolbeinn Ögmundsson og P5030887Ögmundur Ólafsson árið 1945, eftir teikningum Tryggva Jónatanssonar. Kolbeinn fór fyrir þeim feðgum í samskiptum við Bygginganefnd og var honum úthlutuð  lóðin á útmánuðum 1944  og fékk  á henni byggingarleyfi . Kolbeini var heimilað að byggja hús úr steinsteypu, eina hæð á kjallara og með valmaþaki. Stærð að grunnfleti 9,15x7,3m auk útskots að stærð 3,8x1,4m að vestan.

Helgamagrastræti 48 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með lágu valmaþaki (kjallari raunar svo hár, að segja mætti húsið tvílyft). Í gluggum eru einfaldir lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum, og horngluggar til SA. Útskot er nyrst á framhlið (vesturhlið) og í kverkinni á milli inngöngudyr á efri hæð og steyptar tröppur upp að þeim.

Kolbeinn Ögmundsson sem reisti húsið, var fæddur í Hafnarfirði. Hann var búfræðingur að mennt en gegndi lengst af stöðu framkvæmdastjóra hjá Kassagerð KEA. Kona hans var Guðfinna Sigurgeirsdóttir frá Flatey á Skjálfanda. Þau bjuggu hér um áratugaskeið en þau fluttu til Hafnarfjarðar árið 1981. Faðir Kolbeins, Ögmundur Ólafsson og seinni kona hans Oddný Sigurgeirsdóttir  bjuggu einnig hér, en húsið er tvíbýli frá upphafi, eins og svo mörg tveggja hæða húsin við Helgamagrastræti.  Húsið hefur líklega alla tíð hlotið gott viðhald og er til mikillar prýði í glæstri götumynd.  Það er nánast óbreytt frá upphafi, gluggapóstar í samræmi við upprunalegar teikningar og ekki hefur verið byggt við það, svo fátt eitt sé nefnt. Á lóðarmörkum er girðing með steyptum stöplum með steiningarmúr og járnavirki og er henni vel við haldið. Aðdáunarvert má heita, hversu margar stein- og járnavirkisgirðingar standa enn við Helgamagrastrætið (og margar aðrar götur frá miðbiki 20. aldar) og hafa verið haldið vel við.

Helgamagrastræti 48 hlýtur í Húsakönnun 2015 varðveislugildi 1 sem hluti af áhugaverðri heild. Tvær íbúðir eru í húsinu, hvor á sinni hæð. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

 

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 968, 17. mars 1944. Fundur nr. 986, 18. ágúst 1944. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 41
  • Sl. viku: 475
  • Frá upphafi: 436830

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 304
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband