Hús dagsins: Helgamagrastræti 47

Guðmundur Tómasson fékk þessa lóð haustið 1941.P5030890 Hann reisti húsið eftir eigin teikningum árið eftir. Guðmundur fékk leyfi til að reisa hús á einni hæð með lágu valmaþaki og kjallara undir hálfu húsinu, stærð 16,46x7,82m, auk útbyggingar, 1,2x1,7m úr vesturhlið. Fram kemur í bókun bygginganefndar, að nefndin krefst loftræstingar úr baðherbergjum. Um haustið 1942, þegar húsið var risið afsalaði hann húsinu til tveggja manna, norðurhluta til Þorleifs Sigurbjarnarsonar og suðurhluta til Ragnars Jóhannssonar.

Helgamagrastræti 47 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með valmaþaki. Bárujárn er á þaki, múrhúð á veggjum og einfaldir lóðréttir póstar í gluggum. Horngluggar í anda funkisstefnu eru til suðurs.  Húsið er parhús og nokkuð stærra að grunnfleti en nærliggjandi hús, ekki ósvipað Helgamagrastræti 46 í stórum dráttum.  Suðurhluti hússins telst Helgamagrastræti 47a en norðurhluti b.

Þegar heimilisfanginu Helgamagrastræti 47 er flett upp á timarit.is birtast 21 niðurstaða, sú elsta frá febrúar 1946, tilkynning um 75 ára afmæli Páls Bergssonar, fyrrverandi kaupmanns og útgerðarmanns frá Hrísey, sem þarna er búsettur.  Það er raunar mikill heimildasjóður sem kemur upp, ef húsum er flett upp þar, bæði um íbúa gegn um tíðina að ekki sé minnst á, ef um einhverja starfsemi, skrifstofu eða verslun hefur verið að ræða í húsunum. Svo sem vænta má um 77 ára gamalt hafa fjölmargir átt hér heima um lengri eða skemmri tíma. Í  norðurhluta, b, bjuggu um áratugaskeið þau Sigurbjörn Þorvaldsson bifreiðarstjóri og Steinunn Jónsdóttir . Húsið er að mestu leyti óbreytt frá upprunalegri gerð að ytra byrði og er vel við haldið og sama er að segja af lóðinni. Hús og lóð eru til mikillar prýði í glæstri götumynd.

Helgamagrastræti 47 hlýtur í Húsakönnun 2015 varðveislugildi 1 sem hluti af áhugaverðri heild, þ.e. þeirri löngu, samfelldu og heilsteyptu  röð funkishúsa sem Helgamagrastrætið er. Myndin er tekin þann 3. maí 2019.

Heimildir:

Akureyrarbær og Teiknistofa Arkitekta, Gylfi Guðjónsson og félagar. (2015). Norðurbrekkan, neðri hluti. Húsakönnun. Akureyrarbær: Pdf-útgáfa aðgengileg á  slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Nordur_Brekka/n-brekka-husakonnun-150129-vefutgafa.pdf 

Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 886, 3. Okt. 1941. Fundur nr. 24. apríl 1942. Fundur nr. 928, 9. okt. 1942. Fundur nr. 930, 23. okt. 1942. Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 37
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 327
  • Frá upphafi: 420202

Annað

  • Innlit í dag: 33
  • Innlit sl. viku: 237
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband