Hús dagsins: Möðruvallastræti 3

Möðruvallastræti 3 byggði Sveinn Frímannsson árið 1942.PA270987 Hann fékk síðla árs 1941 lóð við hlið Þórðar Jóhannssonar, sem þá hafði nýlega reist hús sitt við Möðruvallastræti 1. Það er nokkuð einkennandi, þegar skoðaðar eru bókanir Bygginganefndar frá fyrri hluta 20. aldar, að staðsetningu lóða er lýst eftir afstöðu miðað við næstu lóðir og hús og númer þar sjaldséð. En Sveinn fékk byggingarleyfi fyrir húsi úr steinsteypu með steinlofti og steinþaki, ein hæð á kjallara. Stærð hússins að grunnfleti 11,20x9,80m. Teikningarnar að húsinu gerði Adam Magnússon (ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfi).

Möðruvallastræti 3 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og með lágu valmaþaki. Nyrsti hluti framhliðar, sem snýr mót vestri, skagar eilítið fram og í kverkinni á milli eru inngöngudyr og steyptar tröppur upp að þeim. Krosspóstar eru í gluggum og horngluggar í anda funkisstefnunnar til suðurs. Bárujárn er á þaki en veggir múrsléttaðir.

Sveinn Frímannsson, sem byggði húsið, mun hafa búið hér til æviloka en hann lést aðeins 55 ára árið 1953, en hann var Skagfirðingur, er skráður á Lundi í Knappsstaðasókn í Manntali 1901. Síðar, eða á 6. og 7. áratugnum bjuggu hér þau Jenna og Hreiðar. Þau heiðurshjón, Jennu Jensdóttur og Hreiðar Stefánsson þarf sjálfsagt vart að kynna, en þau voru kennarar og rithöfundar, og starfræktu Smábarnaskóla á Eyrinni í tvo áratugi, eða frá 1942 til 1963 að þau fluttu til Reykjavíkur. Skóli þeirra var lengi vel starfræktur í Verslunarmannahúsinu við Gránufélagsgötu 9, sem var rifið fyrir áratugum. Bókaflokkur þeirra Jennu og Hreiðars um Öddu, einfaldlega kallaðar Öddubækurnar eru fyrir löngu orðnar sígildar en einnig sendu þau frá sér fjölmargar aðrar bækur fyrir börn og unglinga. E.t.v. voru einhverjar þeirra skrifaðar á Möðruvallastræti 3.

Í húsinu voru lengst af tvær íbúðir  en sl. áratug hefur Möðruvallastræti 3 verið einbýlihús. Þá var húsið upprunalega með flötu þaki, en hefur einhvern tíma fengið valmaþak. Húsið er í mjög góðri hirðu, hefur líkast til alla tíð hlotið gott viðhald og fengið ýmsa yfirhalningu, m.a. nýja glugga. Frágangur er allur hinn snyrtilegasti og tæplega áttrætt húsið sem nýtt að sjá.  Í Húsakönnun 2016 hlýtur húsið 4. stigs varðveislugildi eða miðlungs, ekki talið hafa varðveislugildi umfram önnur hús við austanvert Möðruvallastrætið. (Í umræddri Húsakönnun eru varðveislugildisstigin 8, þar sem friðuð hús og friðlýst hljóta 8. Stigið). Myndin er tekin þann 27. október 2019.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 892, 28. nóv 1941.  Fundur nr. 892, 5. des 1941. Fundur nr. 904, 27. mars 1942 Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 36
  • Sl. viku: 457
  • Frá upphafi: 436796

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 291
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband