3.2.2020 | 18:25
Hús dagsins: Laugargata 2
Vorið 1944 fékk Vernharður Sveinsson lóðina á milli Snorra Sigfússonar og Jónasar Kristjánssonar . Þar var um að ræða Hrafnagilsstræti 8 og Skólastíg 7. Rúmu ári síðar, í júlí 1945 var honum leyft að reisa hús: 2 hæðir á lágum grunni,byggt úr steinsteypu, loft og þak steinsteypt. Stærð hússins að grunnfleti 11,0x10,3m að viðbættu útskoti að sunnan 0,9x6,57m. Snemma sumars 1946 var Vernharði síðan leyft að færa norðurvegg einum metra sunnar, og fullbyggt var húsið 1947. Teikningarnar að húsinu gerði Þórir Baldvinsson.
Húsið er tvílyft steinsteypuhús á lágum grunni og lágu valmaþaki. Veggir eru múrsléttaðir og þakpappi á þaki og margskiptir póstar í gluggum. Útskot er á suðurhlið með svölum til austurs. Vernharður Sveinsson sem byggði húsið var fæddur að Nesi í Höfðahverfi. Hann var kvæntur Maríu Sveinlaugsdóttur, sem fædd var á Mjóafirði. Vernharður var samlagsstjóri Mjólkursamlags KEA um áratugi en hann vann hjá samlaginu í ein 62 ár, eða frá 15 til 77 ára aldurs og átti þar starfsaldursmet. Bjuggu þau Vernharður og María hér um áratugasakeið, en hann bjó hér til æviloka 1991. María Sveinlaugsdóttir lést 1996. Húsið mun alla tíð hafa verið einbýli og hefur líkast til alltaf fengið gott viðhald. Það mun að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð.
Laugargata 2 er sérlega reisulegt og glæst funkishús. Það er í mjög góðri hirðu, í því nýlegir gluggar sem eru í samræmi við upprunalega hönnun hússins og frágangur hússins allur hinn snyrtilegasti. Lóðin er nokkuð víðlend, enda er húsið það eina vestan Laugargötu. Lóðina prýða mörg gróskumikil tré, m.a. reynitré. Steyptur kantur á lóðarmörkum myndar skemmtilega heild með húsinu. Norðan við húsið er steyptur bílskúr, byggður árið 2000 eftir teikningum Fanneyjar Hauksdóttir. Hann fellur vel inn í umhverfið. Hús og næsta umhverfi er allt í afbragðs góðri og frágangur allur hinn snyrtilegasti. Húsið hlýtur 6. Stigs varðveislugildi í Húsakönnun 2016. Myndin er tekin þann 7. desember 2019.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 971. 14. apríl 1944. Fundur nr. 1025, 27. júlí 1945. Fundur nr. 1055, 7. júní 1946. óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 17
- Sl. sólarhring: 57
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 436903
Annað
- Innlit í dag: 16
- Innlit sl. viku: 339
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnór. Afsakaðu að spurningin tengist ekkert þessum húsum sem þú fjallar um. - Á síðunni <Kvikmyndir.is> stendur að Sambíóin reki kvikmyndahús við Ráðhústorg 8(?), í sama húsi og Nýja Bíó var. Auglýstar eru 3 myndir í sýningu núna, þær sömu og sýndar eru f. sunnan. En þegar flett er upp á <já.is> finnst ekkert bíó á Akureyri nema Borgarbíó Hólabraut. Hvað er málið með þetta Sambíó?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 4.2.2020 kl. 14:10
Sæl og blessuð.
Ætli það sé ekki tilfellið, að aðeins eitt símanúmer gildi fyrir öll Sambíó landsins (þá svarað í einhverjum höfuðstöðvum og samband gefið í útibúin). Þekki það ekki. Hins vegar hef ég alla tíð talið, að Sambíóin hér, sem ganga raunar undir nafninu Nýja Bíó hjá mörgum, séu til húsa í Strandgötu 4. Húsið er reyndar áfast Ráðhústorgi 7, en hlyti þá að vera nr. 9.
Kveðja,
Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 4.2.2020 kl. 19:29
Sæll aftur. Nú er komin frétt (m.a. á Kaffið.is) um að Pósthúsbarnum á Akureyri verði lokað um næstu mánaðamót. Ekki get ég fundið hvar hann er - varla á Norðurtanga þar sem póstmiðstöðin er?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 7.2.2020 kl. 18:23
Sæl aftur.
Pósthúsbarinn er bakatil í Hafnarstræti 102 (fyrrum hús Pósts og síma), en gengið inn frá Skipagötu. Þar var um árabil afgreiðsla póstsins á Akureyri og dregur barinn nafn sitt af því. Það mun ekki óalgengt, að veitinga- og skemmtistaðir dragi nöfn sín af fyrrum starfsemi húsnæðis. Hafnarstrætismegin í sama húsi var einmitt kaffihúsið Símstöðin. En þar var einmitt símstöð bæjarins og afgreiðsla Símans.
Kveðja, Arnór.
Arnór Bliki Hallmundsson, 7.2.2020 kl. 19:51
Takk fyrir svarið. Ég man eftir því þegar þarna var ennþá símstöð og fólk fór í símaklefana til að hringja langlínusamtöl, t.d. suður. Tíkallasímar dugðu ekki til þess, það þurfti símastúlka/maður að afgreiða þau.
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 7.2.2020 kl. 21:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.