Hús dagsins: Laugargata 3

Haustið 1944 fékk Hreinn Pálsson frá Hrísey, forstjóri og söngvari, PC070964lóðina á milli Guðmundar Gunnarssonar í Laugargötu 1 og Hermanns Stefánssonar í Hrafnagilsstræti. Fékk Hreinn einnig byggingarleyfi fyrir húsi úr steinsteypu, með steingólfum og járnklæddu timburþaki að stæð 10,5x8,1m, auk útskots að vestan 5,7x1,9m. Teikningarnar að húsinu gerði Guðmundur Gunnarsson.

Laugargata er tveggja hæða steinsteypuhús, neðri hæð eilítið niðurgrafin, með lágu valmaþaki. Viðbygging til austurs er úr holsteini. Á framhlið er útskot og inngöngudyr í kverkinni á milli, auk svala til suðurs, meðfram syðri hluta vesturhliðar og vestasta hluta suðurhliðar. Bárujárn er á þaki og skiptir póstar í gluggum. Á framhlið er hár og mjór margskiptur gluggi. Húsinu svipar að mörgu leyti til næsta húss, Laugargötu 1 en bæði húsin eru höfundarverk Guðmundar Gunnarssonar.

Hreinn Pálsson sem byggði húsið, var Hríseyingur, fæddur árið 1901. Hann stundaði stundaði sjómennsku og útgerð og var útibústjóri KEA í Hrísey. En frá 1948 var hann forstjóri Olíuverslunar Íslands (BP, síðar Olís). Hreinn var líka annálaður söngvari, og er líklega þekktastur fyrir Dalakofann, sem hann söng inn á plötu 1930. Mun það fyrsta hljóðritun á dægurlagi hérlendis. Hreinn Pálsson bjó líkast til ekki lengi í húsinu, en hér bjó Hreinn, sonur hans ásamt konu sinni, Önnu Þóreyju Sveinsdóttur.  Húsið var líklega tvíbýli frá upphafi og þarna bjuggu einnig þau Sveinn Pálsson og Helga Gunnlaugsdóttir. Hreinn Hreinsson seldi árið 1958 Sveini Tómassyni eignarhluta sinn í húsinu og bjuggu þau hér um áratugaskeið, eða fram um 1993 að þau fluttu á Dvalarheimilið Hlíð. Sveinn Tómasson, sem fæddur var að Bústöðum  í Skagafirði gegndi um árabil stöðu slökkviliðsstjóra hér í bæ.

Laugargata 3 er reisulegt hús og í góðu standi. Það mun dæmi um svokallaðan byggingarmeistarafunkis; funksjónalismi aðlagaður að íslenskum aðstæðum. Í Húsakönnun 2016 hlýtur það miðlungs, eða 5. Stigs varðveislugildi en það myndar skemmtilega heild með Laugargötu, en húsin eru eftir sama höfund um og byggð um svipað leyti. Tvær íbúðir eru í húsinu, ein á hvorri hæð. Myndin er tekin þann 7. desember 2019.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 992. 22. sept. 1944 Fundur nr. 993, 29. sept 1944.  Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 297
  • Frá upphafi: 420318

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 204
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband