Svipmyndir af Þorbirni

Þorbjörn eða Þorbjarnarfell er nokkuð í fréttum þessi dægrin: Jarðhræringar, hugsanleg kvikusöfnun sem mögulega gæti leitt til goss. Þessir atburðir eru að vísu ekki í fjallinu sjálfu heldur næsta nágrenni þess, og getur fjallið virkað sem varnargarður fyrir Grindavík gjósi á vissum stöðum. En það er að sjálfsögðu ómetanlegt að til staðar sé svo öflugt vöktunarkerfi eldstöðva sem raun ber vitni og varað getur við hugsanlegum hættum neðan úr jörð. En að Þorbirni sjálfum. Fjallið er móbergsstapi frá ísöld og er 243m á hæð. Það þykir svosem ekki hátt, en útsýni af honum er stórkostlegt yfir vestanvert Reykjanes, Miðnes, Faxaflóa og Atlantshafið til suðurs. Nokkrar gönguleiðir eru á fjallið og ein þeirra liggur hringinn um fjallið, með viðkomu á toppnum.  Hér eru nokkrar svipmyndir sem ég tók þegar ég gekk á fjallið þann 22. júlí 2018.

P7220783   P7220786

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft af göngustígnum austanmegin, horft til Grindavíkur. Á göngustígnum var svartsnigill að spóka sig.             

P7220794    P7220800

 

 

 

 

 

 

 

 

Norðanmegin í Þorbjarnarfelli má finna leifar bandarískrar hernaðarmannvirkja frá síðari heimstyrjöld. 

 P7220801 P7220805

 

 

 

 

 

 

 

 

Útsýn yfir Reykjanes, á myndinni vinstra megin má sjá Bláa lónið.

 

P7220818

P7220814

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kynjamyndir hrauns og burnirót í vesturhlíðum Þorbjarnar.


mbl.is Nokkrir litlir skjálftar í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 18
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 556
  • Frá upphafi: 420873

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 464
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband