Hús dagsins: Skólastígur 5

Árið 1944 fékk Gunnar Larsen lóð og byggingarleyfi við Skólastíg.PC070957 Fékk hann að reisa hús á tveimur hæðum á  kjallara, byggt úr steinsteypu með steingólfi og valmaþaki úr timbri. Stærð hússins 11,5x10m auk útskots, 7,1x3,6m, að austan. Teikningar að húsinu gerði Guðmundur Gunnarsson, og fullbyggt var húsið 1946 (skráð byggingarár). Gunnar Larsen, sem var framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Akureyrar, lést um vorið sama ár.

Skólastígur 5 er tvílyft steinsteypuhús á kjallara og með lágu valmaþaki. Veggir eru múrsléttaðir og bárujárn á þaki  og lóðréttir póstar í flestum gluggum. Aðaldyr eru vesturhlið, sem snýr að Laugargötu, og svalir ofan við þær.

Húsið var upprunalega reist sem íbúðarhús, tvíbýli og hafa ýmsir búið þarna gegn um tíðina, en hefur hýst hina ýmsu starfsemi. Á sjötta áratugnum var starfrækt þarna verslun; mjólkurbúð, síðar raflagnavinnustofa, og þá var þarna rekin fatahreinsun, Hraðhreinsunin Framtíð  um 1968. Um tíma átti Rauði Krossinn húsið og starfrækti þarna sjúkrahótel um skamma hríð. Þá var húsið sambýli fyrir aldraða um árabil en nú er rekið þarna gistiheimili, Amma Guesthouse.

Í Húsakönnun 2016 hlýtur Skólastígur 5 miðlungs, eða fimmta stigs varðveislugildi sem stakt hús en húsaröðin 5-13 samfelld húsaröð áþekkra húsa. Er húsið þar sagt „Stæðilegt steinhús byggt undir áhrifum af funksjónalisma.“ (Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. 2016:75). Húsið mun næsta lítið breytt að ytra byrði en innra skipulagi hefur eðlilega oftsinnis verið breytt, eftir því hvaða starfsemi hefur þarna farið fram. Húsið er í afbragðs góðri hirðu, lóðin prýdd gróskumiklum trjám og lóðin römmuð inn með steyptum kanti. Sem áður segir, er Skólastígur 5 nú gistiheimili og eflaust svíkur það engan ferðalanginn, að gista þetta geðþekka steinhús. Myndin er tekin þann 7. desember 2019.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur 967, 10. mars 1944 Fundur nr. 992. 22. sept. 1944.  Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 16
  • Sl. sólarhring: 43
  • Sl. viku: 487
  • Frá upphafi: 436842

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 313
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband