Hús dagsins: Skólastígur 11

Árið 1946 fékk Sigurður Jónsson lóð, sem í bókunum Byggingarnefndar kallast einfaldlega „önnur lóð norðan við Jónas Kristjánsson“, auk byggingarleyfis fyrir steinsteyptu húsi á tveimur hæðum á kjallara, með valmaþaki að stærð 12x10,8m. Teikningarnar að húsinu gerði Þórður S. Aðalsteinsson.

Skólastígur 11 er tvílyft steinsteypuhús á kjallara, með lágu valmaþaki.PC070962 Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og lóðréttir póstar í flestum gluggum.

Sigurður Jóhann Jónsson og Þórunn Björnsdóttir, sem byggðu húsið bjuggu hér um áratugaskeið. Hann var Ísfirðingur en hún úr Svarfaðardal. Sigurður var lengst af kaupmaður, rak m.a. verslunina Vísi um langt árabil eða frá 1951 til 1973. Sigurður og Þórunn bjuggu hér bæði til æviloka, hann lést 1988 en hún 1993.  Bjuggu þau þannig hér hátt á fimmta áratug, en ýmsir hafa búið í húsinu eftir þeirra tíð. Húsið var frá upphafi tvíbýli, ein íbúð á hvorri hæð.  Húsið er að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð en engu að síður í afbragðs góðri hirðu.  Skólastígur 11 hlýtur í Húsakönnun 2016 miðlungs (eða 5. stigs) varðveislugildi, sem hluti hinnar áhugaverðu húsaraðar 5-13 við Skólastíg. Lóðin er vel hirt og gróin og ber þar mikið á gróskumiklum birkitrjám. Á lóðarmörkum er steyptur veggur með járnavirki og er hann einnig í góðri hirðu. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin 7. desember 2019.

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur 1046, 8. mars 1946, nr. 1052, 3. maí 1947 Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 492
  • Frá upphafi: 436887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband