Hús dagsins: Skólastígur 13

Skólastíg 13, sem er efsta hús við götuna, reistu þeir  og Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari og Þorsteinn Stefánsson bæjarritari árið 1948.PC070961 Í júlí 1947 fengu þeir lóðina og byggingarleyfi en húsi  þeirra er ekki lýst í bókun byggingarnefndar. Hins vegar er tekið fram, að þeir skuli skila fullnaðarteikningum svo fljótt sem auðið er. Þær teikningar gerði Tryggvi Jónatansson, en þær eru ekki aðgengilegar á Landupplýsingakerfi.

Skólastígur 13 er tvílyft steinsteypuhús á kjallara og með lágu valmaþaki. Bárujárn er þaki og veggir múrsléttaðir og lóðréttir póstar í gluggum. Bogadregið útskot á vesturhlið, með svölum ofan á, setur nokkuð skemmtilegan svip á húsið.

Brynjólfur Sveinsson menntaskólakennari var fæddur í Viðvíkurhreppi í Skagafirði. Hann kenndi við Menntaskólann á Akureyri í tæpa fjóra áratugi, 1930-68 og má nærri geta, að stutt hefur verið fyrir hann í vinnuna héðan. Eiginkona Brynjólfs var Þórdís Haraldsdóttir frá Rangalóni á Jökuldalsheiði. Þau bjuggu hér til ársins 1974, en fluttust þá til Reykjavíkur.   Þorsteinn Stefánsson frá Stekkjarflötum í Saurbæjarhreppi og Steingerður Eiðsdóttir frá Þúfnavöllum í Hörgárdal bjuggu hér einnig um langt skeið eftir að þau byggðu húsið, í félagið við Brynjólf og Þórdísi.  Steingerður var ljósmóðir að mennt, var starfaði lengst af sem talsímavörður á Landssímanum. Þorsteinn var sem áður segir, bæjarritari Akureyrarkaupstaðar um nokkurt árabil.  Steindór Steindórsson segir lítillega frá kynnum sínum við Þorstein á námsárum beggja, fyrir réttri öld. Voru þeir nágrannar, leigðu báðir í Lækjargötu, og hófu að lesa saman og voru saman á heimavist veturinn eftir. „Hófst þá vinátta okkar, sem haldist hefir síðan“ og segir jafnframt að Steini [Þorsteinn] hafi verið góður námsmaður og „[...]hefir reynst farsæll í öðrum öðrum störfum[...]“  (Steindór Steindórsson 1982: 96).

Skólastígur 13 er að mestu leyti óbreytt frá upprunalegri gerð. Í mars 2004 skemmdist neðri hæð hússins nokkuð í bruna, en var öll endurbyggð og er þannig sem ný. Húsið og lóðin, sem er m.a. prýdd gróskumiklum birkitrjám eru hvort tveggja í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði á nokkuð fjölförnu horni. En drjúgur hluti gesta Sundlaugar Akureyrar og líkamsræktarstöðvarinnar Átaks, sem þangað koma akandi, eiga leið fram hjá húsinu. Myndin er tekin þann 7. desember 2019

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur 4. júlí 1947, nr. 1080, 21. júlí 1947 Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.

Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf

Steindór Steindórsson. (1982). Sól ég sá; sjálfsævisaga. Reykjavík: Örn og Örlygur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 124
  • Sl. sólarhring: 144
  • Sl. viku: 420
  • Frá upphafi: 420441

Annað

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 319
  • Gestir í dag: 115
  • IP-tölur í dag: 115

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband