25.3.2020 | 15:30
Hús dagsins: Hrafnagilsstræti 12
Árið 1935 fékk Hannes Magnússon lóð við vestanverða Páls Briemsgötu. Þeirri götu var ætlað að liggja skáhallt (til suðvesturs) frá suðurbakka Grófargils að Hrafnagilsstrætis, eilítið vestar en Laugargata, sem var raunar lögð nokkuð síðar. Í Manntali 1940 er húsið skráð sem Páls Briemsgata 20, og er þá eina húsið við götuna. Þau munu ekki hafa orðið fleiri. Hannes fékk umrædda lóð og leyfi til að byggja þar hús. Nánar tiltekið íbúðarhús úr steinsteypu, á einni hæð á ofanjarðarkjallara skv. meðfylgjandi teikningu og lýsingu, en ekki kemur nánar fram hver sú lýsing er. Teikningarnar að húsinu gerði Guðmundur Gunnarsson. Á þeim teikningum er einnig sýnd lega hússins og hvernig Páls Briemsgötu var ætlað að liggja.
Hrafnagilsstræti 12 er tvílyft steinsteypuhús í funkisstíl, með flötu þaki og horngluggum mót suðri. Á suðurhlið er útskot og svalir á efri hæð. Þak er pappaklætt, sléttur múr á veggjum og krosspóstar í gluggum. Undir þakkanti er tannstafur, nokkurs konar steyptir ferkantaður hnappar í röð, til skrauts.
Hannes J. Magnússon, sem byggði húsið var Skagfirðingur, fæddur og uppalin á Torfmýri. Hann lauk prófi frá Kennaraskólanum árið 1923, og kenndi næstu árin m.a. á Fáskrúðsfirði. Árið 1930 fluttist hann til Akureyrar og hóf kennslu við Barnaskólann, þar sem hann var skólastjóri árin 1947-´65. Hann hóf útgáfu barnablaðsins Vorsins árið 1932 og ritstýrði því um áratugaskeið. Hann var einnig ritstjóri tímaritsins Heimilis og skóla í tæpa þrjá áratugi. Þá var hann mikilvirkur barnabókahöfundur og þýddi einnig margar bækur, auk þess sem hann birti fjölmargar sögur í Vorinu. Hannes lést árið 1972. Hann var kvæntur Sólveigu Einarsdóttur frá Seyðisfirði. Bjuggu þau hér fram á miðjan sjöunda áratug, eða í um 30 ár uns þau fluttu til Reykjavíkur. Húsið taldist lengi vel standa við Páls Briemsgötu, enda þótt ljóst væri, að sú gata yrði ekki lögð. Raunar var fyrirhuguð götulína löngu komin undir hús og lóðir haustið 1961, þegar húsið varð formlega Hrafnagilsstræti 12 á fundi Byggingarnefndar.
Hrafnagilsstræti 12 er reisulegt hús og í mjög góðri hirðu. Það er nánast óbreytt frá upphaflegri gerð að ytra byrði. Það stendur nokkuð innarlega á stórri og gróinni lóðinni og eilítið skástætt miðað við húsalínu Hrafnagilsstrætisins. Kemur það til af staðsetningu hússins við hina fyrirhuguðu götu, áðurnefndri Páls Briemsgötu. Húsið er á meðal elstu funkishúsa á Akureyri, en nokkur slík risu árin 1931-35, en á síðari hluta fjórða áratugarins varð hann svo til alls ráðandi í gerð íbúðarhúsa. Síðar varð til svokallaður byggingarmeistarafunkis og var þar um að ræða funksjonalisma, aðlagaðan að íslenskum aðstæðum. Slík hús standa við Skólastíg, Möðruvallastræti og Laugargötu. Húsið er sagt í Húsakönnun Minjasafnsins árið 2016, frumherjaverk, þar sem hönnuðurinn var að reyna sig við nýjan byggingarstíl, þ.e. funksjonalisma (fúnkís). (sbr. Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir 2016: 68). Þar er húsið metið með hátt, eða 7. stigs varðveislugildi vegna byggingarsögu og menningarsögu. Þá má kannski segja, að húsið og afstaða þess miðað við önnur hús götunnar, sé eins konar minnisvarði um götuna, sem aldrei varð. Það er, Páls Briemsgötu. Í húsinu er ein íbúð. Myndin er tekin 27. október 2019.
Páls Briemsgata. Hér er gróf rissmynd (hlutföll, áttir og mælikvarðar engan veginn rétt) undirritaðs af mögulegri, fyrirhugaðri Páls Briemsgötu. Gatan átti að ná alla leið að Grófargili og greinilega gert ráð fyrir a.m.k. 20 húsum, tíu hvoru megin, (sbr. Páls Briemsgata 20).
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 747, 14. júní 1935. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Manntal 1940.
Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.