29.3.2020 | 10:58
Hús dagsins: Hrafnagilsstræti 14
Vorið 1935 hugðust þeir félagar og samkennarar við Barnaskóla Akureyrar, Hannes Magnússon og Eiríkur Sigurðsson, fá lóð við Möðruvallastræti. Ekki höfðu þeir erindi sem erfiði , þar eð ekki var ekki ákveðið að leggja götuna. Þeir fengu hins vegar skömmu síðar samliggjandi lóðir, spölkorn vestar og ofar, það er við Páls Briemsgötu 20 og Hrafnagilsstræti 12. Fyrrnefnda lóðin varð síðar Hrafnagilsstræti 12, og númer 12 varð 14. En Eiríkur fékk leyfi til að reisa íbúðarhús úr steinsteypu, 8,80x8,30m að grunnfleti, ein hæð á ofanjarðarkjallara skv. teikningu og lýsingu. Svo virðist, sem húsið sé byggt eftir sömu teikningu og Hrafnagilsstræti 12 (Páls Briemsgata 20), en á teikningum Guðmundar Gunnarssonar fyrir fyrrgreint húsið er talað um hús Eiríks Sigurðssonar og Hannesar Magnússonar. Þar kemur glögglega fram afstaða húsanna, annað þeirra merkt HM, við Páls Briemsgötu en hitt, á horni Hrafnagilsstrætis og Skólastígs merkt ES.
Hrafnagilsstræti 14 er tvílyft steinsteypuhús með einhalla, aflíðandi þaki. Horngluggar í funkisstíl á suðausturhorni en vestanmegin á suðurhlið er sólskáli úr timbri og gleri. Á norðurhlið er viðbygging frá 1964 og þar innbyggður bílskúr. Í flestum gluggum eru einfaldir, lóðréttir póstar, bárujárn á þaki og veggir múrsléttaðir.
Skráð byggingarár hússins er 1946. Engu að síður eru þau Eiríkur Sigurðsson og Jónína Kristín Steinþórsdóttir skráð þarna til heimilis í Manntali árið 1940, og húsið þar sagt 5 ára, þ.e. byggt 1935. Þá er elsta heimildin um Hrafnagilsstræti 12 (síðar 14) sem finna má á timarit.is frá árinu 1936. Þannig er ljóst að hús hefur verið risið þarna 1935, þó e.t.v. hafi það ekki verið fullbyggt fyrr en áratug síðar. Eiríkur Sigurðsson (1903- 1980) var fæddur og uppalinn í Geithellnahreppi í Suður-Múlasýslu. Hann kenndi og var skólastjóri á Seyðisfirði og Neskaupsstað á árunum 1927-30, eftir námsdvöl í Kaupmannahöfn. Hann fluttist til Akureyrar árið 1933, er hann lauk prófi frá Kennaraháskólanum og kenndi við Barnaskóla Akureyrar. Þar varð hann yfirkennari árið 1949. Eiríkur var fyrsti skólastjóri Oddeyrarskóla, en hann var stofnaður árið 1957. Var þá löngu orðið aðkallandi að stofna barnaskóla á Oddeyri, sem þá var orðin fjölmennt og barnmargt hverfi. Eiríkur var skólastjóri Oddeyrarskóla í 10 ár, en hann fór á eftirlaun 1967. (Þess má að sjálfsögðu geta hér, að sá sem þetta ritar var löngu síðar nemandi í Oddeyrarskóla í þrjá vetur og starfsmaður þar í átta ár. Það voru svo sannarlega ánægjuleg ár) Eiríkur Sigurðsson var auk þess afkastamikill rithöfundur, og var ásamt nágranna sínum og félaga, Hannesi J. Magnússyni, eigandi og útgefandi Vorsins, barnablaðsins góðkunna. Líkt og Hannes birti Eiríkur fjölda greina og smásagna í Vorinu. Eiríkur seldi húsið árið 1959 og hingað fluttu þau Jón Eðvaldsson og Jakobína Guðbjartsdóttir. Jón og Jakobína bjuggu hér til æviloka, 1974 og 1976. Hafa síðan ýmsir búið í þessu ágæta húsi. Öfugt við systurhúsið austan við, hefur Hrafnagilsstræti 14 tekið nokkrum breytingum gegnum tíðina. Árið 1964 byggðu þau Jón og Jakobína við húsið til norðurs, eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar. Á sama tíma var einnig byggt á húsið einhalla þak, en það var flatt í upphafi. Síðar var innréttaður bílskúr á neðri hæð viðbyggingar. Árið 1990 var byggður sólskáli á svölum efri hæðar, og fékk húsið þá það lag, sem það nú hefur. Ekki er hægt að segja annað, en að þessar breytingar hafi verið til góðs og fari húsinu vel. Það er í mjög góðri hirðu og til mikillar prýði á nokkuð fjölförnu horni. Í Húsakönnun 2016 er það sagt með 3. stigs varðveislugildi, og helst sem hluti götumyndar. Það er dálítið gaman að bera saman húsin tvö við Hrafnagilsstræti 12 og 14, sem næsta öruggt er, að séu byggð eftir sömu teikningu, en eru við fyrstu sýn næsta ólík. En það er nú aldeilis ekki allt sem sýnist.
Það er ekki aðeins húsið sem er til prýði í vinalegu og geðþekku umhverfi Syðri Brekkunnar. Lóðin er bæði vel hirt og gróskumikil og ber þar nokkuð á ýmsum trjá- og runnagróðri. Á suðausturhorni lóðar er stórvaxið, á að giska um 15m hátt, og gróskumikið lerkitré og er það til mikillar prýði og setur skemmtilegan svip á umhverfið. Það skartaði gulbrúnum haustlitum þegar undirritaður var á ferðinni um Hrafnagilsstrætið með myndavélina þann 27. október 2019.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrarkaupstaðar: Fundargerðir 1930-35. Fundur nr. 742, 4. maí 1935. Fundur nr. 747, 14. júní 1935. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Manntal 1940.
Minjasafnið á Akureyri, Hanna Rósa Sveinsdóttir. (2016). Akureyrarbær; Menntaskólinn á Akureyri og nærliggjandi íbúðarsvæði. Húsakönnun. Pdf-skjal á slóðinni http://www.akureyri.is/static/files/Skipulagsdeild/Deiliskipulog/Menntaskolinn_og_ibudasvaedi/husakonnun_ma.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 41
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 512
- Frá upphafi: 436867
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 331
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.