Sumardagurinn fyrsti í Eyjafirði

Gleðilegt sumar og takk fyrir veturinn. Síðastliðinn vetur hefur verið nokkuð illviðrasamur og snjóþungur, svona miðað við allra síðustu ár. Því eru eflaust langflestir fegnir, að sumarið sé gengið í garð, samkvæmt almanakinu. Í gær, sumardaginn fyrsta, skrapp ég svokallaðan stóra Eyjafjarðarhring í gærmorgun og að sjálfsögðu var myndavélin með í för. Eins og sjá má skein sól í heiði. Svona var sumardagurinn fyrsti í Eyjafirði:

P4230959

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvassafellsfjall er býsna tilkomumikið fjall. Fremsti hluti fjallsins nefnist Hestur, 1207 m hár. Dalirnir Skjóldalur (hægra megin)og Djúpidalur hvor sínum megin við fjallið. 

P4230966

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft fram Djúpadal. Fjöllin f.v. Hleiðargarðsfjall, Mælifell, Hvassafellshnjúkur (ath. Hvassafellsfjall, sjá mynd hér að ofan og Hvassafellshnjúkur er ekki sama fjallið) og Litladalsfjall. Vetrarsnjórinn á undanhaldi, en Djúpidalurinn mun almennt ekki snjóþungt svæði. 

P4230964

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Hér er horft yfir Eyjafjarðará, nærri eyðibýlinu Guðrúnarstöðum, að Melgerðismelum, höfuðvígi hestamanna, auk sviflugs- og flugmódelasmiða í Eyjafjarðarsveit og nágrenni. Á Melgerðismelum var flugvöllur frá hernámsárunum til ársins 1954, að Akureyrarflugvöllur var reistur.  

P4230963

 

 

 

 

 

 

 

 

  

Fremsti hluti (segi og skrifa FREMSTI samkvæmt Eyfirskri málvenju) Eyjafjarðar. Lengst til vinstri ber Hólafjall við brekkuna ofan við veginn, Eyjafjarðarbraut eystri. Um Hólafjall lá vegur áleiðis upp í Laugafell og náði sá vegur yfir 1000m hæð. Núverandi vegur fram Eyjafjarðardal leysti hann hins vegar af hólmi um 1975. Fjærst, örlítið hægra megin við miðja mynd má einmitt sjá Torfufellshnjúk (Torfufell). Austan Torfufellsins rennur Eyjafjarðará frá upptökum niður téðan Eyjafjarðardal, en vestan þess er Villingadalur. (Á þessari mynd er vestur til vinstri en austur til hægri). Tröllshöfði er nokkurn veginn fyrir mynd og lengst til hægri Hleiðargarðsfjall

P4230977

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rauðhús, skammt ofan við Melgerðismela. Nú sumarhús. Litladalsfjall lengst til hægri. Sjálfsagt kannast einhverjir við frásögnina af kindinni Fannar-Höttu frá Rauðhúsum, en hún mun hafa lifað á kafi í fönn í 18 vikur (um 4 mánuði), snemma á 18. öld. 

P4230984

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er horft til norðurs frá göngu/hjólastígnum, sem tengir saman Akureyri og Hrafnagil. Myndin tekin við ytri afleggjara að Kristnesi. Vaðlaheiðin nánast alhvít og fróðlegt að bera snjóalögin þar saman við fjöllin á myndunum hér að ofan, um 30-40km framar í firðinum. Þau fjöll eru flest á bilinu 1100-1300m, en hæstu brúnir Vaðlaheiðar nærri 700m. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 304
  • Frá upphafi: 421492

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 203
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband