28.4.2020 | 18:10
Hús dagsins: Skipagata 5
Áfast Skipagötu 1 sunnanmegin er Skipagata 5. En hvers vegna ekki númer 3 ? Fyrst ber að nefna, að lóðirnar og byggingarleyfin fyrir þessum húsum voru afgreidd samhliða í águstmánuði 1931. Þá fengu þeir Konráð Kristjánsson og Benedikt Ólafsson lóðir austan Skipagötu, í framhaldi af lóð Axel Kristjánssonar, 9m meðfram götu. Fengu þeir að reisa hús, þrílyft, 9x11m, byggð úr járnbentri steinsteypu með járnbentum steinloftum. Hús þessi voru- og eru sambyggð- og reisti Konráð Skipagötu 1 en Benedikt hús nr. 3. Benedikt hins vegar, hafði fengið lóð nr. 5 og vildi halda sig við það, enda þótt í opinberum gögnum sé talað um númer 3. Ástæðan fyrir þessu mun hafa verið sú, að upprunalega átti Ráðhústorg 7 að vera Skipagata 1, en þáverandi eigandi fékk því breytt. Í millitíðinni mun Benedikt hafa fest kaup á lóð nr. 5. Einhvern tíma mun hafa staðið til að breyta þessu og mannskapur mætt til að skipta um húsnúmer, en Benedikt fengið því hnekkt. (Heimild: María Elínar Arnfinnsdóttir, 2020).
Í heimildum á timarit.is birtast auglýsingar um verslun og starfsemi ýmist á Skipagötu 3 og 5 en fyrrnefnda heimilisfangið er sjaldséð í heimildum eftir 1965. Þá er valinkunn veiðarfæraverslun Grána, ýmist sögð á Skipagötu 5 eða 7, en hún mun alla tíð í Skipagötu 7. Þannig hafa númerin verið flöktandi á húsum 5 og 7, sem urðu þá 3 og 5. Flest húsin í röðinni Ráðhústorgs- og Skipagöturöðinni austan megin voru reist í áföngum. Það á við um Skipagötu 5, fyrst byggði Benedikt jarðhæðina og lengst af var húsið tvær hæðir en 3. og 4. hæð hússins reistar árið 2014. Teikningarnar að húsinu gerði Halldór Halldórsson.
Skipagata 5 er fjögurra hæða steinsteypuhús með einhalla aflíðandi þaki. Á efstu hæð eru svalir til vesturs með sólskála og á bakhlið, sem snýr að porti við Hofsbót. Á efri hæðum eru sexrúðupóstar í gluggum en síðir verslunargluggar að götu á neðri hæð. Gluggar efri hæða eru eilítið inndregnir og mynda gluggabil eins konar stöpla á milli, og er þessi hönnun nokkurn veginn í samræmi við næstu aðliggjandi hús.
Skipagata 5 hefur frá upphafi verið þjónustu- og verslunarhús, líkt og flest húsin í Miðbænum, en íbúðir á hæðum. Sem áður segir, er það lengi vel talið nr. 3, en fimman virðist festast í sessi eftir 1960-65. Benedikt Jón Ólafsson, sem byggði húsið var málarameistari og rak þarna málningarvöruverslun um langt skeið og bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Á meðal hinna ýmsu verslana á Skipagötu 5 gegn um áratugina má nefna Cesar, tískuvöruverslun unga fólksins , skóbúðina Skótískuna auk verslunarinnar Sirku. Sem áður segir var húsið lengst af tveggja hæða en árið 2014 voru byggðar ofan á húsið tvær hæðir, eftir teikningum Fanneyjar Hauksdóttur, og þannig orðið jafnhátt næsta húsi norðan við, Skipagötu 1.
Húsið er metið með ótvírætt varðveislugildi sem hluti húsaraðar, sem er [...]einn mikilvægasti þátturinn í svipmóti miðbæjarins (Landslag arkitektastofa 2014: 53) Þessi húsaröð er hluti fyrirhugaðar randbyggðar samkvæmt fyrsta Aðalskipulagi bæjarins árið 1927, og ein af fáum minnisvörðum þetta fyrsta skipulag. Með byggingu efri hæða Skipagötu 5 má eiginlega segja, að húsið falli enn betur inn í götumyndina, þar sem orðið er samræmi í hæð samliggjandi húsa. Húsið er eins og gefur að skilja í mjög góðu standi, enda stutt frá endurbyggingu. Þrjár íbúðir eru á efri hæðum hússins en Cintamani verslun á jarðhæð. Myndin er tekin þann 19. janúar 2020.
Heimildir:
Byggingarnefnd Akureyrarkaupstaðar. Fundargerðir 1930-1935. Fundur nr. 669, 24. ágúst 1931. Fundur nr. 670, 21. sept. 1931. Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
María Elínar Arnfinnsdóttir. 2020. Munnleg heimild; svar (comment) við innleggi undirritaðs á Facebook hópnum Miðbærinn 26. apríl. https://www.facebook.com/groups/208295845947836/?multi_permalinks=2675557199221676¬if_id=1587831911412786¬if_t=feedback_reaction_generic
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 58
- Sl. viku: 492
- Frá upphafi: 436887
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 324
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.