Fjarlægðarmörk...

Á þessari mynd (tekin 25. feb. 2018) má sjá Lækjargötu 4 (t.v.) og Lækjargötu 6. P2250734Þau eru orðin 150 og 134 ára, en Stefán Thorarensen byggði Lækjargötu 4 árið 1870 en þeir Þórður Thorarensen og Kristján Gíslason byggðu Lækjargötu 6 árið 1886. Húsin mynda nokkurs konar vinalegt "hlið" inn í Innbæinn um Spítalaveginn, sem tengist Lækjargötunni á milli stafna hinna geðþekku öldunga. Spítalavegurinn er örmjór á milli húsgaflanna, rétt um fimm metrar. Ef bilið milli þessara tveggja húsa væri hins vegar innan við tveir metrar, er jafnvel óvíst að þau stæðu enn: Það hefur nefnilega kviknað í báðum húsunum; annars vegar í febrúar 1936 og hins vegar í janúar 1998. Hefði bilið milli þeirra verið innan við 2 metrar hefðu þau e.t.v. bæði eyðilagst- ef ekki í fyrra skiptið þá mögulega það seinna. Væntanlega skilst meiningin með þessari "dæmisögu"- enda þótt tenging sé e.t.v. langsótt.....Virðum 2 metra regluna.cool


mbl.is Ekki tímabært að herða aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þegar bilið á milli fólks er minna en tveir metrar hefur nú margt ástarbálið kviknað og mýmörg dæmi um það á Akureyri, til dæmis í Sjallanum, sællar minningar. cool

En aðstoðarslökkviliðsstjórinn Ingimar Eydal slökkti alla elda á Akureyri. cool

Þorsteinn Briem, 6.8.2020 kl. 12:07

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Já, ástarbálið dreifir sér svo sannarlega best í innan við tveggja metra millibili.laughing

Meistari Ingimar slökkti vissulega alla elda á Akureyri og nærsveitum, en hefur vafalítið magnað upp margann ástareldinn í Sjallanum cool

https://www.youtube.com/watch?v=TTiq24OdH94&list=PL_Sba_sMV0zYRBpIbELcHXIJap4KhtLvp

Arnór Bliki Hallmundsson, 6.8.2020 kl. 17:06

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Frábær hljómsveit! cool

Þorsteinn Briem, 6.8.2020 kl. 20:00

4 identicon

Sæll. Þetta hús sem kviknaði í 1936, er það húsið sem var notað sem fangelsi? Ég hef lesið um þetta í bókum Jóns Hjaltasonar, en ég á þær ekki, þær voru frá bókasafni.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 7.8.2020 kl. 16:19

5 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl og blessuð.

Það er rétt að húsið sem notað var sem fangelsi, Ráðhúsið, stóð á þessum slóðum örlítið norðan og vestan Lækjargötu 6, eða við Ráðhússtíg (síðar Spítalaveg) Miðað við þessa mynd stóð það u.þ.b. þar sem snjóruðningurinn er til hægri. Það hús brann hins vegar til grunna í janúar 1938 og varð ekki bjargað. .  

Á mynd sem sést á þessum tengli: https://sarpur.is/Adfang.aspx?AdfangID=1625689, örlítið hægra megin við miðju sést Ráðhúsið, neðst í gilinu og sjá má afgirtan fangagarð við það. Myndin mun tekin 1882, enda Lækjargata 6 ekki risin og nr. 4 aðeins ein hæð. Þarna er Ráðhúsið tiltölulega nýlegt (b. 1874), hvítt að lit og nokkuð glæst að sjá, en það mun víst hafa verið orðið nokkuð hrörlegt þegar það brann og þótti engin prýði.  

Arnór Bliki Hallmundsson, 7.8.2020 kl. 21:46

6 identicon

Takk fyrir svarið og myndina, hún er áreiðanlega í bók Jóns. En var einhver fangi þar inni sem fórst í brunanum?

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 7.8.2020 kl. 22:37

7 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl.

Nei, sem betur fer var bruninn ekki mannskæður. Þeir voru víst ekki margir fangarnir á þessum árum, líklega voru þetta frekar eins konar fangageymslur en fullburðugt fangelsi. Maður nefndur Ástar- Brandur gisti þetta hús víst nokkuð oft, og sagt (hef ekki traustar heimildir fyrir þessu) að hann hafi staðið hoppandi af kæti á hæðinni ofan við og hrópað "Sumarhúsið mitt brennur, sumarhúsið mitt brennur". Lífseig kenning, um að hann hafi kveikt í húsinu, mun hafa verið afsönnuð á óyggjandi hátt; man ekki nákvæmlega hvernig en minnir það hafi verið fjarvistarsönnun, staðfest af konu, sem hann hitti þetta kvöld.  

Arnór Bliki Hallmundsson, 7.8.2020 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 395
  • Frá upphafi: 436928

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 285
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband