Brýrnar yfir Eyjafjarðará- í myndum

Síðastliðið sumar var ég viðstaddur vígslu Vesturbrúar, nýjustu brúar á Eyjafjarðará og gerði þeim viðburði skil í lítilli umfjöllun hér. Gat ég þess, að ellefu brýr væru á ánni- svo ég viti til- og taldi þær upp í lok pistilsins. Hér hyggst ég bæta um betur, og birta myndir af brúnum yfir Eyjafjarðará, ásamt upplýsingum um byggingarár, lengd þeirra og fjarlægð frá Akureyri. Athugið að lengdin er einfaldlega fengin með mælingu á kortavef ja.is og skal tekið með góðum fyrirvara. Tvær undantekningar eru þó á því: Í bókinni Sögu Sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu 1874-1989 birtast teikningar af Stíflubrú og Hringmelsbrú og kemur lengd þeirra fram þar. En hér eru brýrnar á Eyjafjarðará, frá fremstu til ystu (eða syðstu til nyrstu).

1. Brú við Halldórsstaði. Byggð: 1968*. Lengd um 10m. 45km frá Akureyri. Stysta brúin yfir Eyjafjarðará, og líklega sú eina á einkavegi, en brúin er á heimreiðinna að Halldórsstöðum og Tjörnum.

P8290999

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 29. ágúst 2020)

2. Brú við Vatnsenda. Byggð 1966*. Lengd um 40m. 41km frá Akureyri

P8291004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 29. ágúst 2020)

3. Hringmelsbrú. Byggð 1933**. Lengd 27m**. 29km frá Akureyri.

P7270910

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 27. júlí 2019)

4. Stíflubrú (Á móts við Möðruvelli). Byggð 1933**. Lengd 45m**. 26km frá Akureyri.

P4230975

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 23. apríl 2020)

5. Reiðbrú við Melgerðismela. Byggð 1998. Lengd um 40m. 25km frá Akureyri.

P8291017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 29. ágúst 2020)

6. Brú á Miðbraut. Byggð 1982. Lengd um 150m. 13,5km frá Akureyri. Lengsta brú á Eyjafjarðará, skv. ónákvæmri mælingu síðuhafa

P4250912

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 25. apríl 2019)

7. Vesturbrú. Byggð 2020. Lengd um 70m. 5km frá miðbæ Akureyrar.

P7010986

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 1. júlí 2020, á vígsludag brúarinnar)

8. "Þverbraut austur". Byggð 1923. Lengd um 70m. 5,5km frá miðbæ Akureyrar.

P9130981

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 13. september 2020)

9."Þverbraut mið" Byggð 1923. Lengd um 55m. 5,2km frá miðbæ Akureyrar.

P9130982

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 13. september 2020)

10. "Þverbraut vestur". Byggð 1923. Lengd um 45m. 5km frá miðbæ Akureyrar.

P8090017

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 9. ágúst 2010).

11. Leirubrú. Byggð 1986. Lengd um 130m. 2,5km frá miðbæ Akureyrar. Hluti af Þjóðvegi 1.

P8291019

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

(Mynd tekin 29. ágúst 2020).

Og af því ég hef svo gaman af því, að leika mér með tölfræðilegar upplýsingar, má geta þess að brýrnar 11, sem byggðar eru á bilinu 1923 til 2020 og frá 10-150m langar. Það liggur í augum uppi, að brýrnar eru styttri eftir því sem framar dregur. Brýrnar eru að meðaltali um 60m að lengd og meðalaldur þeirra árið 2020 er 61 ár

 

*,** Heimildir:

*Guðmundur Steindórsson, Jóhannes Sigvaldason, Kristján Sigfússon. 1993. Byggðir Eyjafjarðar 1990. Akureyri: Búnaðarsamband Eyjafjarðar.

** Hjörtur E. Þórarinsson. 1994. Saga sýslunefndar Eyjafjarðarsýslu 1874-1989. Akureyri: Héraðsnefnd Eyjafjarðar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 51
  • Sl. viku: 516
  • Frá upphafi: 436911

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband