3.11.2020 | 17:13
Hús dagsins: Gránufélagsgata 46
Kaldbaksgata er ein þvergatnanna sem ganga suður á Strandgötu. Hún þverar Gránufélagsgötu, og á syðra horni gatnanna tveggja stendur Gránufélagsgata 46, steinsteypt hús sem byggt var 1942, merkt stórum stöfum Valsmíði. Síðla árs 1941 fékk Þór O. Björnsson lóð næst utan við Höskuld Steindórsson, 30-40m meðfram götu og 25 á dýpt (breidd). Um vorið 1942 bókar Byggingarnefnd að lóðin sem Þór hafi fengið á horni færist á Harald Andrésson. Fékk Haraldur að reisa verkstæðisbyggingu, eina hæð og ris, 15x10m, byggt úr steinsteypu með járnklæddu timburþaki. Teikningarnar að húsinu virðast áritaðar af Snorra. Þar gæti mögulega verið um að ræða Snorra Pálsson múrarameistara.
Gránufélagsgata 46 er steinsteypuhús, vesturhluti einlyftur með háu risi en austurhluti er tvílyftur að hálfu; þ.e. nyrðri hlutinn er tvær hæðir og ris aflíðandi en sunnanmegin er hátt ris og veggur jafn hár og á vestri álmu. Á þaki er bárujárn og ýmis konar gluggar og dyr á húsinu, svo sem gengur og gerist með iðnaðarhúsnæði.
Húsið er byggt í tveimur áföngum, 1942 og 1959. Upprunalega var húsið ein hæð með risi, þ.e. vesturhluti hússins en árið 1959 var byggt við húsið, sem þá var sagt Sameinuðu verkstæðin Marz h/f, tveggja hæða álma til austurs. Sú álma hýsti auk verkstæðis kaffistofu og geymslu á efri hæð. Teikninguna að viðbyggingunni gerði Guðlaugur Friðþjófsson, á teiknistofu KEA. En skemmst er frá því að segja, að húsið hefur alla tíð verið iðnaðar- og verkstæðishús, í upphafi og um árabil blikksmiðja undir nafni Hinna sameinuðu verksmiðja Marz hf. Síðustu áratugi hefur húsið hýst trésmíðaverkstæði, nánar tiltekið hið rótgrónu fyrirtæki Valsmíði. Um tíma, á árunum um 2010, var starfrækt hér lítil sælgætisverksmiðja, Kökur og konfekt. Hvort einhvern tíma hafi verið búið í Gránufélagsgötu 46 er síðuhafa ókunnugt um.
Gránufélagsgata 46 er eitt af mörgum rótgrónum iðnaðar- og verkstæðishúsum Oddeyrartangans. Það er skemmtilegt og sérstakt að gerð, þó einfalt sé og látlaust. Húsið er líkast til næsta óbreytt frá upphaflegri gerð, eða frá því síðari áfangi var byggður. Húsið, sem er í mjög góðri hirðu og til prýði er líklega ekki talið hafa varðveislugildi en iðnaðarhúsin á þessum reit eru svo sannarlega áhugaverð heild, enda þótt einhver þeirra megi muna sinn fífil fegurri. En það á hins vegar ekki við um Gránufélagsgötu 46. Myndin er tekin þann 29. desember 2018.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 891, 21. nóv. 1941. Fundur nr. 909, 8. maí 1942. Fundur nr. 990, 8. sept. 1944.Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 385
- Frá upphafi: 436918
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 275
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.