Hús dagsins: Gránufélagsgata 46

Kaldbaksgata  er ein þvergatnanna sem ganga suður á Strandgötu. PC290879Hún þverar Gránufélagsgötu, og á syðra horni gatnanna tveggja stendur Gránufélagsgata 46, steinsteypt hús sem byggt var 1942, merkt stórum stöfum Valsmíði.  Síðla árs 1941 fékk Þór O. Björnsson lóð „næst utan við Höskuld Steindórsson“, 30-40m meðfram götu og 25 á dýpt (breidd). Um vorið 1942 bókar Byggingarnefnd að  lóðin sem Þór hafi fengið á horni færist á Harald Andrésson. Fékk Haraldur að reisa verkstæðisbyggingu, eina hæð og ris, 15x10m, byggt úr steinsteypu með járnklæddu timburþaki. Teikningarnar að húsinu virðast áritaðar af Snorra. Þar gæti mögulega verið um að ræða Snorra Pálsson múrarameistara.

Gránufélagsgata 46 er steinsteypuhús, vesturhluti einlyftur með háu risi en austurhluti er tvílyftur að hálfu; þ.e. nyrðri hlutinn er tvær hæðir og ris aflíðandi en sunnanmegin er hátt ris og veggur jafn hár og á vestri álmu. Á þaki er bárujárn og ýmis konar gluggar og dyr á húsinu, svo sem gengur og gerist með iðnaðarhúsnæði.

Húsið er byggt í tveimur áföngum, 1942 og 1959. Upprunalega var húsið ein hæð með risi, þ.e. vesturhluti hússins en árið 1959 var byggt við húsið, sem þá var sagt „Sameinuðu verkstæðin Marz h/f“, tveggja hæða álma til austurs. Sú álma hýsti auk verkstæðis kaffistofu og geymslu á efri hæð. Teikninguna að viðbyggingunni gerði Guðlaugur Friðþjófsson, á teiknistofu KEA. En skemmst er frá því að segja, að húsið hefur alla tíð verið iðnaðar- og verkstæðishús, í upphafi og um árabil blikksmiðja undir nafni Hinna sameinuðu verksmiðja Marz hf. Síðustu áratugi hefur húsið hýst trésmíðaverkstæði, nánar tiltekið hið rótgrónu fyrirtæki Valsmíði. Um tíma, á árunum um 2010, var starfrækt hér lítil sælgætisverksmiðja, Kökur og konfekt. Hvort einhvern tíma hafi verið búið í Gránufélagsgötu 46 er síðuhafa ókunnugt um.

Gránufélagsgata 46 er eitt af mörgum rótgrónum iðnaðar- og verkstæðishúsum Oddeyrartangans. Það er skemmtilegt og sérstakt að gerð, þó einfalt sé og látlaust. Húsið er líkast til næsta óbreytt frá upphaflegri gerð, eða frá því síðari áfangi var byggður. Húsið, sem er í mjög góðri hirðu og til prýði er líklega ekki talið hafa varðveislugildi en iðnaðarhúsin á þessum reit eru svo sannarlega áhugaverð heild, enda þótt einhver þeirra megi muna sinn fífil fegurri.  En það á hins vegar ekki við um Gránufélagsgötu 46. Myndin er tekin þann 29. desember 2018.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 891, 21. nóv. 1941. Fundur nr. 909, 8. maí 1942. Fundur nr. 990, 8. sept. 1944.Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 251
  • Frá upphafi: 420934

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 198
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband