9.11.2020 | 15:09
Hús dagsins: Gránufélagsgata 47
Gránufélagsgata 47 stendur á norðausturhorni Gránufélagsgötu og Kaldbaksgötu. Húsið reisti Jóhannes Kristjánsson bifvélavirki, frá Syðra Hvarfi í Svarfaðardal, sem bílaverkstæði árin 1944-47, en skráð byggingarár hússins er 1947. Það var sumarið 1944 sem Jóhannes sótti um lóðina vestan Kaldbaksgötu og norðan Gránufélagsgötu undir bílaverkstæði. Byggingarnefnd lagðist gegn því, þar sem þar var ráðgert að reisa íbúðabyggð. Sótti Jóhannes þá um lóðina handan Kaldbaksgötu, þ.e. norðan Gránufélagsgötu en austan Kaldbaksgötu, í sama tilgangi og fékk hana. Fékk hann einnig að flytja þangað hermannaskála, væntanlega til bráðabirgða. Þannig mætti álykta, að samkvæmt þáverandi skipulagsáformum, hafi Kaldbaksgötu verið ætlað að skilja að íbúðasvæði og athafnasvæði. Árið 1947 hafði Jóhannes reist varanlegt hús og er þar um að ræða steinsteypt hús með háu risi. Ekki liggur fyrir hver teiknaði elsta hluta hússins; þær teikningar a.m.k. ekki aðgengilegar á kortasjánni. Síðar voru reistar hærri álmur til með lágu risi. Liggja þær meðfram Kaldbaksgötu. Að austan er húsið áfast Gránufélagsgötu 49.
Gránufélagsgata 47 er sem áður segir tvær álmur, sú elsta við Gránufélagsgötu og snýr A-V en yngri álmur snúa N-S. Yngri álmur eru reistar á bilinu 1975- 2014. Yngri álmur eru tvílyftar með lágu risi en elsta álman einlyft með háu risi og kvisti austarlega á þekju. Hugtökin einlyft og tvílyft eiga e.t.v. tæplega við í tilfellum iðnaðarhúsnæðis, sem oftar en ekki eru einn geymur og engin milliloft. Þannig eru þessi hugtök aðeins til viðmiðunar. Allt er húsið klætt bárujárni.
Húsið hefur alla tíð hýst hinar ýmsu vélsmiðjur og bílaverkstæði. Ef heimilisfanginu er flett upp á gagnargrunninum timarit.is birtast þar 131 niðurstaða. Elsta heimildin um Gránufélagsgötu 47 er frá febrúar 1952, auglýsing frá Bílaverkstæði Jóhannesar Kristjánssonar. Jóhannes Kristjánsson rak verkstæði sitt þarna um áratugaskeið, eða fram yfir 1990. Á 10. Áratugnum eru þarna m.a. Véla- og stálsmiðjan og Bílaverkstæði Jóns Gunnars. Nú er starfrækt í húsinu Vélsmiðjan Hamar, sem festi kaup á Véla- og stálsmiðjunni árið 2005. Líkt og gengur gerist hefur húsið verið stækkað í áföngum, enda eðlilegt að starfsemi sem þessi færi út kvíarnar eftir því sem árin líða. Fyrst mun húsið hafa verið stækkað 1977, eftir teikningum Tómasar Búa Böðvarssonar, þá 1990 eftir teikningum Birgis Ágústssonar. Árið 2014 var byggt við húsið til norðurs, eftir teikningum Hauks Ásgeirssonar. Um leið var húsið allt klætt bárujárni og fékk þá það lag sem það nú hefur. Líklega hefur húsið ekki varðveislugildi, en eftir endurbætur er það sem nýtt að utan og til mikillar prýði í umhverfinu. Á þessu svæði standa mörg áhugaverð iðnaðar- og verkstæðishús, sum þeirra frá miðri eða fyrri hluta síðusta aldar. Myndirnar eru teknar þann 1. nóvember 2020.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 983, 21. júlí 1944. Fundur nr. 985, 11. ágúst 1944. Fundur nr. 990, 8. sept. 1944.Óprentað, óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 1
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 567
- Frá upphafi: 444838
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 369
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.