Hús dagsins: Gránufélagsgata 45

Þau láta ekki mikið yfir sér verkstæðishúsin á reitnum sem afmarkast af Gránufélagsgötu í suðri, Laufásgötu í austri og Hjalteyrargötu í vestri.PB030971 Í flestum tilfellum er um að ræða látlausar og lágreistar byggingar, lausar við prjál og íburð. En standa þær engu að síður fyrir sínu og hafa gert um áratugaskeið, jafnvel frá miðri síðustu öld. Þeirra á meðal er Gránufélagsgata 45. Húsið var reist árið 1951 fyrir Trésmíðaverkstæðið Skjöld, en það áttu og ráku þeir Árni Jakob Stefánsson, Jón H. Þorvaldsson, Lýður Bogason og Steindór Pálmason. Teikningarnar að húsinu gerði Mikael Jóhannesson og voru þær gerðar á teiknistofu KEA.

Gránufélagsgata 45 er einlyft timburhús með lágu risi. Bárujárn er á þaki og á veggjum að hluta, en vesturstafn er timburklæddur. Einfaldir póstar eru í gluggum.  Húsið hefur mest alla tíð verið smíðaverkstæði og er líkast til óbreytt að mestu að ytra byrði. Skjöldur var starfandi fram á 7. áratug, og á 8. áratugnum var starfrækt í húsinu trésmíðaverkstæðið Ýr.  Þá var bílasala á Gránufélagsgötu 45 frá 1980 og fram eftir 9. áratugnum, Bílasalan Stórholt frá 1980-84 og Bílasala Norðurlands frá  1984. . Nú er starfrækt í húsinu Trésmiðjan Ösp.

Ekki veit sá sem þetta ritar til þess, að húsið hafi varðveislugildi, frekar en nærliggjandi hús þessi þyrping iðnaðar- og verkstæðishúsa er í öllu falli áhugaverð. Í framtíðarskipulagi er gert ráð fyrir uppbyggingu á þessu svæði, og gert ráð fyrir svokallaðri blandaðri byggð, þ.e. íbúðum og atvinnustarfsemi. Þess má geta, að gegnt Gránufélagsgötu 45 er einn „frægasti“ reitur Akureyrar sl, misseri, en á þeim reit, sem afmarkast af Gránufélagsgötu í norðri, Kaldbaksgötu í austri, Hjalteyrargötu í vestri og Strandgötu í suðri eru uppi áform um að reisa 7-8 hæða byggingar (gert ráð fyrir 11 hæðum í upphafi). Þær uppbyggingarhugmyndir eru umdeildar, svo ekki sé meira sagt....

Myndin er tekin þann 3.  nóvember 2020.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 47
  • Sl. viku: 246
  • Frá upphafi: 420929

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 193
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband