25.11.2020 | 17:34
Hús dagsins: Hafnarstræti 7
Síðastliðna mánuði hef ég einbeitt mér að götum með upphafsstafinn G, þ.e. Geislagötu, Glerárgötu, Grænugötu og Gránufélagsgötu. Er þá ekki upplagt, að færa sig að næsta staf í stafrófinu, H-inu. Hér er Hafnarstræti 7.
Hafnarstræti 7 reistu þau Arthur Benediktsson og Hulda Sigurjónsdóttir árið 1947. Arthur fékk lóðina í febrúar 1946 og sumarið 1947 fékk hann leyfi, fyrir hönd, Huldu að reisa hús samkvæmt framlögðum uppdrætti. Ekki koma fram mál eða lýsingar á húsinu, sem oft tíðkaðist í bókunum bygginganefndar. Umræddan uppdrátt að húsinu gerði Friðjón Axfjörð. Á þeim slóðum sem húsið stendur stóðu fyrstu hús sem byggð voru á Akureyri á tímum Einokunarverslunarinnar. Þau eru nú öll horfin, einhver þeirra brunnu en önnur voru rifin. Ekkert hús stendur enn á Akureyri frá tímum Einokunarverslunar, elsta hús bæjarins, Laxdalshús er byggt tæpum áratug eftir lok hennar. Forveri núverandi húss á lóðinni var hús sem Peter nokkur Eeg reisti um 1790, og mun það hafa verið annað íbúðarhús sem reist var á Akureyri.. Fljótlega komst síðar það í eigu Friðriks Lynge stórkaupmanns. Bærinn eignaðist það 1877 og hýsti það barnaskóla bæjarins til aldamóta, en síðar var það nýtt sem geymsla og íshús. Var það húsið rifið árið 1942.
Hafnarstræti 7 er tvílyft steinsteypuhús með valmaþaki, útskotum að sunnan og vestan, bárujárni á þaki og steiningarmúr á veggjum. Krosspóstar eru í gluggum. Svalir eru á norðvesturhorni hússins, á báðum hæðum.
Arthur Benediktsson starfaði lengst af við gúmmíviðgerðir og rak einmitt hjólbarðaverkstæði hér. Hann reisti bílskúr á lóðinni árið 1970 eftir teikningum Mikaels Jóhannssonar. Þau Arthur og Hulda bjuggu hér til æviloka, en hann lést árið 1986 en hún 2002. Húsið hélst í eigu fjölskyldunnar, en sonur þeirra Benedikt bjó hér áfram, ásamt konu sinni Hrönn Friðriksdóttur. Árið 2017 skrifaði Kristín Aðalsteinsdóttir og gaf út vandaða bók um Innbæinn, húsin og íbúa þeirra. Á meðal viðmælenda voru þau Benedikt Arthursson, Hrönn Friðriksdóttir og Arnar Þór Benediktsson í Hafnarstræti 7. Segir Benedikt frá því, að húsið hafi verið reist þegar húsið var reist, hafi ekkert verið til af byggingarefni, og m.a. var öll íbúðin máluð grá, með herskipamálningu. Þá héldu þau Arthur og Hulda ýmsar skepnur m.a. hænsni í kofa hér á lóðinni og kindur í kofa í Búðargili.
Hafnarstræti 7 er reisulegt og traustlegt hús og í mjög góðri hirðu. Þá er lóðin gróin og vel hirt og til mikillar prýði í umhverfinu, lóðin jafnt sem húsið. Í Húsakönnun 2012 segir, að húsið sé hluti af samstæðri heild sem lagt er til að hljóti varðveislugildi sem slík. Húsið er hluti nokkuð fjölbreyttrar götumyndar syðsta hluta Hafnarstrætis. Hún samanstendur að mestu leyti af steinhúsum í funkisstíl frá 4. og 5. Áratug 20. aldar, en þar leynast einnig sveitserhús frá aldamótum 1900 og elsta hús Akureyrar, Laxdalshús. Ein íbúð er í húsinu. Myndin er tekin þann 14. maí 2015.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1044, 23. feb. 1946. Fundur 21. júlí 1948. Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Hjörleifur Stefánsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir. 2012. Húsakönnun- Fjaran og Innbærinn. Minjasafnið á Akureyri. Pdf-skjal á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Fjaran-og-Innbaerinn-2012.pdf
Kristín Aðalsteinsdóttir. 2017. Innbær. Húsin og Fólkið. (Viðtal við Benedikt Arthursson, Hrönn Friðriksdóttur og Arnar Má Benediktsson). Akureyri: Höfundur.
Steindór Steindórsson (1993). Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs Reykjavík: Örn og Örlygur.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 26
- Sl. sólarhring: 61
- Sl. viku: 549
- Frá upphafi: 444960
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 346
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.