17.12.2020 | 11:56
Hafnarstræti 83-85
Hafnarstræti 83-85
Hafnarstræti 83 og 85 eru sambyggð, að heita má órofa heild, en húsin byggði Hjalti Sigurðsson húsgagnasmiður árin 1933 og 1934. Síðar, eða 1939-43 var ytra húsið stækkað. Hvort Hjalti byggði bæði húsin kann síðuhafi ekki að fullyrða, en hann reisti alltént Hafnarstræti 85. Hjalti fékk í nóvember 1932 lóð, þá næstu norðan við hús sitt [Hafnarstræti 79]. Falaðist hann eftir því, að þurfa ekki að reisa nema eina hæð fyrst um sinn og við því var orðið. Þegar Hjalti fékk byggingarleyfið, á Verkalýðsdaginn 1933, var honum þó sett það skilyrði, að byggingin yrði fullgerð á fimm árum.
Þegar skoðaðar eru bókanir Bygginganefndar frá þessum árum, er raunar algengt að byggjendur stórhýsa m.a. við Skipagötu og Ráðhústorg séu sett þessi tímamörk um fullbyggingu. Það fylgir hins vegar yfirleitt ekki sögunni, hvað gerist ef þetta næst ekki. Hvort viðkomandi yrði beittur sektum eða jafnvel farið fram á niðurrif. Enda virðist ekki að sjá, að þessu hafi verið fylgt eftir með harðfylgi, og enn hafa sum þessara húsa ekki náð þeirri hæð sem ætlað var í upphafi. En það á svo sannarlega ekki við um Hafnarstræti 83-85. Upphaflegt byggingaleyfi Hjalta frá 1933 var fyrir húsi á tveimur hæðum á ofanjarðarkjallara götumegin, ásamt rishæð með skúrþaki [alls fjórar hæðir] sem hallast til vesturs. Fram kemur, að húsið eigi að hýsa verkstæði og íbúðir og sé áfast húsi Jóns Guðmann, en þar er um að ræða Hafnarstræti 87, eða Hótel KEA. Teikningarnar að húsunum gerðu Tryggvi Jónatansson og Halldór Halldórsson.
Hafnarstræti 83-85 er fjögurra hæða steinsteypuhús með aflíðandi. Efsta hæð var áður inndregin en fyrir fáeinum árum var byggt við fjórðu hæðina til austurs, þannig að nú eru hæðirnar samfelldar frá götu að þakbrún. Einfaldir póstar eru í gluggum og veggir múrsléttaðir og bárujárn á þaki. Á milli glugga á annarri og þriðju hæð eru súlur en hæðarskilakantur milli jarðhæðar og annarrar hæðar (sú fyrrnefnda kallast ofanjarðarkjallari í gögnum Bygginganefndar frá 1933).
Hjalti Sigurðsson (1891-1979), húsgagnasmiður starfrækti verkstæði sitt á jarðhæð hússins og bjó á efri hæðum. Hann var fæddur og uppalinn á Merkigili í Hrafnagilshreppi og var árið 1920 í húsmennsku á Litla-Hamri í Öngulsstaðahreppi. Í húsinu starfrækti Jakob S. Kvaran einnig skósmíðaverkstæði. Það yrði raunar ansi löng upptalning, öll þau fyrirtæki, verslanir og skrifstofur sem starfræktar hafa verið í Hafnarstræti 83 og 85. Þegar heimilisföngunum er flett upp á timarit.is, birtast í heildina um 2500 niðurstöður, tæpar 2000 fyrir nr. 85. Húsunum var breytt í hótel árið 1989, hétu þá Hótel Harpa og Hótel Stefanía en eftir 2005 urðu húsin hluti af Hótel KEA og eru svo enn. Á jarðhæð hafa verið starfræktir veitingastaðir.
Á meðal fjölmargra íbúa Hafnarstrætis 83 má nefna Björgvin Guðmundsson, tónskáld og tónlistarkennara. Björgvin var fæddur árið 1891 að Rjúpnafelli í Vopnafirði. Hann fluttist til Vesturheims um tvítugt og stundaði tónlistarnám í London og bjó þar til ársins 1931. Björgvin var afar afkastamikið tónskáld og verk hans, stór og smá, munu telja á sjötta hundrað. Hann stofnaði Kantötukór Akureyrar árið 1932 og sinnti auk tónsmíðum söngkennslu í Barnaskóla Akureyrar og hljóðfærakennslu. Í minningabók sinni, Kveðju frá Akureyri, lýsir Richardt Ryel Björgvini sem ansi hreint viðkunnanlegum manni. Richardt var sendur í fiðlunám til Björgvins, hafandi á því engan áhuga. Björgvin tók honum ætíð sem jafningja, rabbaði um daginn og veginn, sagði sögur, og skammaðist aldrei í honum þrátt fyrir lélega tilburði á fiðluna. Þá tók hann í nefið og bauð Richardt með sér, en nú ber að hafa þau ólíku gildi og viðmið sem voru til slíkra athafna fyrir um 90 árum síðan. Björgvin Guðmundsson samdi stefið, sem kirkjuklukkur Akureyrarkirkju leika á stundarfjórðungs fresti. Ætli það megi ekki telja til hans þekktustu verka.
Hafnarstræti 83-85 er reisulegt og glæst hús og í mjög góðri hirðu, og eitt af kennileitum Miðbæjarins. Í Húsakönnun 2012 er það ekki metið með varðveislugildi sérstaklega og gerðar lítils háttar athugasemdir við stækkun á fjórðu hæð. Sem áður segir, er húsið nýtt undir hótelrekstur og hefur verið sl. þrjá áratugi. Myndin er tekin þann 17. ágúst 2020.
Heimildir:
Akureyrarbær, Teiknistofa Arkitekta Gylfi Guðjónsson og félagar. 2012. Drottningarbrautarreitur-Hafnarstræti- Húsakönnun 2012. Minjastofnun. Pdf-skjal aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Husakonnun-Drottningarbrautarreitur.pdf
Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1930-35. Fundur nr 684, 29. sept. 1932. Fundur nr. 698, 1. maí 1933. Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Richardt Ryel. 1987. Kveðja frá Akureyri. Akureyri: Bókaforlag Odds Björnssonar.
Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri; höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík: Örn og Örlygur
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.3.): 0
- Sl. sólarhring: 84
- Sl. viku: 298
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 126
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.