Áhugaverð kvikmynd frá Akureyri, 1937.

Um daginn rakst ég á meðfylgjandi myndskeið, að mig minnir á Facebook-hópnum "Gamlar myndir af Akureyri". Myndbandið er líkast til mest áhugavert fyrir flugáhugafólk, en það sýnir flug, flugtak og lendingar lítillar sjóflugvélar af gerðinni Henkel HE 8 á "Pollinum" sumarið 1937. Mun þarna vera um að ræða myndir og flugkappa frá danska sjóhernum.

En myndbandið er einnig afar áhugavert fyrir áhugafólk um byggðasögu Akureyrar. Því í baksýn má sjá Akureyri, sem eins og gefur að skilja er ansi hreint frábrugðin því, sem er í dag. En hversu ólíkt sem allt er, er einnig ýmislegt, sem er glettilega líkt; mörg húsin eru t.a.m. auðþekkjanleg, og virka einhvern veginn "alveg eins" og í dag. Þarna sést Strandgatan, í raun ekkert ósvipuð því sem nú er, þó umhverfið sé gjörbreytt af uppfyllingum og síðari tíma byggingum. Strjál þyrping húsa er austast á Tanganum, ber þar e.t.v. mest á Sláturhúsinu. Í bótinni eru rísandi stórhýsi Miðbæjar, mikið ber á KEA húsunum og þarna eru Hafnarstræti 83-85, ásamt 87-89 (síðar Hótel KEA) aðeins 2-3 hæðir, og sést aðeins glitta í þau, á milli Hafnarstrætis 86-90. Það ber hins vegar ekkert á Akureyrarkirkju, enda hófst bygging hennar ári eftir að þetta myndskeið var tekið. Á syðri bakka Grófargils ber Barnaskólahúsið frá 1930 hæst. Á Brekkunni sjást svo mjög gjörla tiltölulega nýleg hús við m.a. Gilsbakkaveg, Oddeyrargötu og Munkaþverárstræti. Í samanburði við það sem er í dag, vekur það e.t.v. mesta athygli, sem er EKKI þarna; nefnilega hið algjöra trjáleysi. Fyrir vikið blasir byggðin á Brekkunni mjög greinilega við af Pollinum, bæði norðan og sunnan Grófargils. Sunnan Gilsins sést húsaröðin við Eyrarlandsveg, Menntaskólin og sunnan eina áberandi trjágróðursins, sem þarna sést, má greina bæjarhúsin á Stóra Eyrarlandi. Hafnarstræti er þarna í fjöruborðinu. Þarna eru nefnilega áratugir í síðari tíma landfyllingar við Hafnarstrætið og í Bótinni. Þarna er heldur enginn Akureyrarflugvöllur; enda hefðu vélarnar e.t.v. ekki lent á Pollinum ef hann hefði verið til staðar. wink.

En hér er umrætt myndband, ef mynd segir meira en 1000 orð segir myndband eflaust meira en 100.000. Þetta er á Youtube-rás sem heitir einfaldlega Akureyri og á Gylfi Gylfason heiðurinn af henni. Gylfi á hinar bestu þakkir skildar fyrir þetta stórkostlega framtak.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 271
  • Frá upphafi: 421193

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 181
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband