22.1.2021 | 20:08
Klettaborg í máli og myndum
Á næstu vikum mun ég fjalla um elstu húsin við götuna Klettaborg ofan Gleráreyra. Formálinn að færslunni nr. 1 var orðinn heldur langur, enda má segja að ég hafi farið örlítið framúr mér í staðháttalýsingum, svo ég ákvað að þessi formáli yrði einfaldlega að sjálfstæðri færslu, þar sem myndir töluðu einnig sínu máli.
Brekkunni á Akureyri mætti lýsa sem breiðum og víðlendum hjalla, sem skagar til austurs undan Eyrarlandshálsinum. Víða á Brekkunni má finna hin ýmsu gil og skorninga, sem og klappir og klettaborgir. Nyrst og austast , næst Glerá má t.d. nefna Hamarkotsklappir, Lækjardal (þar sem Dalsbraut liggur) og Kotárborgir (við Sólborg). Vestasti og efsti hluti Hamarkotsklappa trónir hátt yfir Gleráreyrum, og þar suður af eru ystu götur Mýrahverfis. Neðan fyrrgreindrar klappar að austan er þéttingsbrött hlíð upp af Gleráreyrum en öll er hún meira aflíðandi norðanmegin. Umrædda hlíð þræðir gatan Klettaborg, en hún er að stofni til fyrrum þjóðvegur úr bænum, sem löngum lá um Brekkugötu og yfir Glerá ofan Gleráreyra.
Klettaborg er nokkuð löng gata sem liggur í nokkrum víðum bogum frá SA í NV frá Byggðavegi að Dalsbraut. Stundum er rætt um götuna sem sérstakt hverfi, en við hana standa fjölmörg hús, einbýlishús og raðhús, flest byggð á 1. áratug 21. aldar, og töluverður spölur í næstu íbúðagötur. Þar er um að ræða ytri hluta götunnar, sem tengist Dalsbraut í norðri, en segja má að gatan skiptist í tvær aðskildar húsaþyrpingar, norðvestantil (ytri) og suðaustan. Yngri byggðin er norðvestanmegin en austar og sunnar, á horni hlíðarinnar bröttu upp af Gleráreyrum, standa fjögur hús sem byggð eru á árunum 1939-46. Þau voru í upphafi „úti í sveit“ á mörkum Akureyrarkaupstaðar, en á þeim tíma náði lögsagnarumdæmi bæjarins að Glerá, sem er u.þ.b. 150 metra frá þessum slóðum.
Klettaborg, eða öllu heldur eldri hlutinn, hefur athygliverða sérstöðu hvað varðar númerakerfi. Það er, að númerin 1-4 standa öll í röð sömu megin götunnar, þ.e. sléttar og oddatölur eru ekki mótstæðar. Klettaborg er rúmlega 700m löng.
Efst: Horft til vesturs að yngri húsaþyrpingu Klettaborgar, 20. sept.
Önnur: Horft yfir norðvesturhluta Klettaborgar, af Skipaklöpp, norðan Mýrarvegar. Fjær er Glerárþorp, en vinstra megin sjást byggingar Háskólans á Akureyri á Sólborg.
Þriðja (hér vinstri): Mót Klettaborgar og Byggðavegur haustið 2020. Dágóður trjálundur er í brekkunni ofan götunnar, þarna í haustlitum, myndin enda tekin 20. september.
Til vinstri (neðsta mynd): Horft til vesturs að klettinum ofan Gleráreyra þann 22. janúar 2021. Bílastæði Glerártorgs í forgrunni og vestasta horn verslunarmiðstöðvarinnar í hægri jaðri myndar. Suðausturhluti Klettaborgar sést skera hlíðina fyrir miðri mynd og hægra megin sér í Klettaborg 1 og 2. Skíðamaðurinn til vinstri er síðuhafi (en ekki hver)
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.5.): 2
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 330
- Frá upphafi: 446692
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 172
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 24.1.2021 kl. 15:40
Sæl
Ég kannast við þessa vísu já- þetta þótti bara sjálfsagt mál að sturta svona úrgangi beint í næstu vatnsföll. En það sem sturtað er í vatnsföll endar jú í sjónum fyrr eða síðar.(Sbr. máltækið, Lengi tekur sjórinn við) Ég efast um, að fiskurinn úr Pollinum hafi verið efnagreindur sérstaklega með tilliti til efna úr verksmiðjunum en vafalítið hafa slíkar einhverjar rannsóknir verið gerðar á lífríki Pollsins m.t.t. efnamegnunar- sérstaklega í seinni tíð. En Akureyringum virðist alltént ekki hafa orðið meint af fiskinum úr sjónum undan Glerárósum á þessum árum
.
ABH.
Arnór Bliki Hallmundsson, 24.1.2021 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.