Klettaborg í máli og myndum

Á næstu vikum mun ég fjalla um elstu húsin við götuna Klettaborg ofan Gleráreyra. Formálinn að færslunni nr. 1 var orðinn heldur langur, enda má segja að ég hafi farið örlítið framúr mér í staðháttalýsingum, svo ég ákvað að þessi formáli yrði einfaldlega að sjálfstæðri færslu, þar sem myndir töluðu einnig sínu máli.

Brekkunni á Akureyri mætti lýsa sem breiðum og P9200988víðlendum hjalla, sem skagar  til austurs undan Eyrarlandshálsinum. Víða á Brekkunni má finna hin ýmsu gil og skorninga, sem og klappir og klettaborgir. Nyrst og austast , næst Glerá má t.d. nefna Hamarkotsklappir, Lækjardal (þar sem Dalsbraut liggur) og Kotárborgir (við Sólborg). Vestasti og efsti hluti Hamarkotsklappa trónir hátt yfir Gleráreyrum, og þar suður af eru ystu götur Mýrahverfis. Neðan fyrrgreindrar klappar að austan er þéttingsbrött hlíð upp af Gleráreyrum en öll er hún meira aflíðandi norðanmegin.  Umrædda hlíð þræðir gatan Klettaborg,  en hún er að stofni til fyrrum þjóðvegur úr bænum, sem löngum lá um Brekkugötu og yfir Glerá ofan Gleráreyra.  

Klettaborg er nokkuð löng gata sem liggur í nokkrum víðum bogum frá SA í NV frá Byggðavegi að Dalsbraut. Stundum er rætt um götuna sem sérstakt hverfi, en við hana standa fjölmörg hús, einbýlishús og raðhús, flest byggð á 1. áratug 21. aldar, og töluverður spölur í næstu íbúðagötur. Þar er um að ræða ytri hluta götunnar, sem tengist Dalsbraut í norðri, en segja má að gatan  skiptist í tvær aðskildar húsaþyrpingar, norðvestantil (ytri) og suðaustan.  Yngri byggðin er norðvestanmegin en austar og sunnar, á horni hlíðarinnar  bröttu upp af Gleráreyrum, standa fjögur PA230473hús sem byggð eru á árunum 1939-46. Þau voru í upphafi „úti í sveit“ á mörkum Akureyrarkaupstaðar, en á þeim tíma náði lögsagnarumdæmi bæjarins að Glerá, sem er u.þ.b. 150 metra frá þessum slóðum.

Klettaborg, eða öllu heldur eldri hlutinn, hefur athygliverða sérstöðu hvað varðar númerakerfi. Það er, að númerin 1-4 standa öll í röð sömu megin götunnar, þ.e. sléttar og oddatölur eru ekki mótstæðar.  Klettaborg er rúmlega 700m löng.

 

 

 

 

MYNDIR: P9200980

Efst: Horft til vesturs að yngri húsaþyrpingu Klettaborgar, 20. sept.  

Önnur: Horft yfir norðvesturhluta Klettaborgar, af Skipaklöpp, norðan Mýrarvegar. Fjær er Glerárþorp, en vinstra megin sjást byggingar Háskólans á Akureyri á Sólborg. 

Þriðja (hér vinstri): Mót Klettaborgar og Byggðavegur haustið 2020. Dágóður trjálundur er í brekkunni ofan götunnar, þarna í haustlitum, myndin enda tekin 20. september. 

 

 

 

 

P1220976

Til vinstri (neðsta mynd): Horft til vesturs að klettinum ofan Gleráreyra þann 22. janúar 2021. Bílastæði Glerártorgs í forgrunni og vestasta horn verslunarmiðstöðvarinnar í hægri jaðri myndar. Suðausturhluti Klettaborgar sést skera hlíðina fyrir miðri mynd og hægra megin sér í Klettaborg 1 og 2. Skíðamaðurinn til vinstri er síðuhafi (en ekki hverwink)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll. Þú þekkir sjálfsagt vísuna um Glerá: Hver er þessi eina á /sem aldrei frýs/ Gul og rauð og græn og blá/ og gerð af SÍS. Þetta væri ekki leyft núna; að hleypa litaúrgangi beint út í umhverfið. Hann er eitraður og hefur áreiðanlega verið óhollur f. fiskinn í firðinum, og þar með fólkið sem borðaði hann. Ætli nokkurn tímann hafi verið tekið sýni úr fiskinum og efnagreint?

 

Það var líka hleypt mengandi úrgangi út í Varmá úr verksmiðju Álafoss í Mosfellssveit. En hún rennur úr í Leirvog, sem er mjög grunnur og ekkert fiskirí þar.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 24.1.2021 kl. 15:40

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæl

Ég kannast við þessa vísu já- þetta þótti bara sjálfsagt mál að sturta svona úrgangi beint í næstu vatnsföll. En það sem sturtað er í vatnsföll endar jú í sjónum fyrr eða síðar.(Sbr. máltækið, Lengi tekur sjórinn við) Ég efast um, að fiskurinn úr Pollinum hafi verið efnagreindur sérstaklega með tilliti til efna úr verksmiðjunum en vafalítið hafa slíkar einhverjar rannsóknir verið gerðar á lífríki Pollsins m.t.t. efnamegnunar- sérstaklega í seinni tíð. En Akureyringum virðist alltént ekki hafa orðið meint af fiskinum úr sjónum undan Glerárósum á þessum árum laughing .

ABH. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 24.1.2021 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 266
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 177
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband