Hús dagsins: Klettaborg 1

Sumarið 1939 mun hafa verið annálað góðviðrissumar um allt land, sólríkt P9200983og veðursælt. Í júní það ár mældist rúmlega 30 stiga hiti á Teigarhorni í Berufirði mesti hiti sem mælst hefur hérlendis- og stendur það hitamet enn. En það var einmitt í lok sama mánaðar, júní 1939, að Aðalsteinn Tryggvason sótti um að byggja íbúðarhús, 9x10m á erfðafestulandi Konráðs Vilhjálmssonar. Ekki reyndist unnt að heimila nema bráðabirgðabyggingu á þessum stað, þar eð hann var utan skipulagðs svæðis. Það var síðan um haustið, að skipulagsnefnd heimilaði, að byggja mætti lág íbúðarhús í „brekkunni ofan framhalds Brekkugötu“ ofan við Gefjun (þar sem Aðalsteinn var verkstjóri). Þar með lá fyrir byggingarleyfið fyrir. Teikningarnar að húsinu gerði Stefán Reykjalín.

Klettaborg 1 er einlyft steinsteypuhús á háum kjallara og flötu þaki. Horngluggar eru til suðurs, í anda funkisstefnunar. Krosspóstar eru í gluggum og veggir múrsléttaðir. Norðurhlið framhlið skagar eilítið fram og í kverkinni á milli eru inngöngudyr og þá er einnig útskot til suðurs. Miklar og veglegar steyptar tröppur liggja frá götubrún upp að húsi, sem stendur ívið hærra en gatan. Við götubrún, nyrst og austast á lóðinni stendur steinsteyptur bílskúr, byggður 1977 eftir teikningum Tómasar Búa Böðvarssonar.

Aðalsteinn Tryggvason, sem fæddur var á Akureyri árið 1908 starfaði allan sinn starfsaldur á Ullarverksmiðjunni Gefjun en faðir hans, Tryggvi Jónsson, var þar verkstjóri. Á Gleráreyrum var sem kunnugt er, vagga Akureyrsk iðnaðar í hartnær heila öld allt frá stofnun Tóvélanna árið 1897. Um og eftir miðja síðustu hluta öld risu þarna miklar verksmiðjubyggingar, sumar þeirra þær stærstu og veglegustu á landinu. Atvinna var þar trygg og algengt að  fólk ynni þarna áratugum saman og margir ættliðir innan sömu fjölskyldna. Aðalsteinn vann á Gefjun í 40 ár, en hann lést í árslok 1966. Hann var kvæntur Kristínu Konráðsdóttur, frá Hafralæk í Aðaldal. Bjuggu þau hér í hartnær þrjá áratugi, hann til æviloka. Ekki hefur verið langt fyrir Aðalstein í vinnuna, því Gefjun var beint neðan við Klettaborg Stóð, því í ársbyrjun 2007 voru öll fyrrum verksmiðjuhúsin jöfnuð við jörðu, vegna stækkunar verslanamiðstöðvarinnar Glerártorgs.

Klettaborg 1, sem er einbýlishús, mun að ytra byrði að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð. Er það í mjög góðri hirðu og hefur líkast til alla til hlotið hið besta viðhald. Þá er lóðin bæði vel gróin og vel hirt og stendur húsið skemmtilega á háum kanti. Liggja að því mjög veglegar og reisulegar steyptar tröppur frá götu. Þá er bílaplan fremst á lóð innrammað af miklum tilhöggnum björgum. Allur er frágangur hinn snyrtilegasti og húsið og umhverfi þess til mikillar prýði. Sunnan við húsið, í brattri brekku, er dálítill trjálundur þar sem mikið ber  m.a. á birki- og grenitrjám. Er þarna um að ræða einstaklega skemmtilegt og aðlaðandi umhverfi. Ekki hefur verið unnin húsakönnun fyrir Klettaborg svo höfundur viti til og því ekki kunnugt um hugsanlegt varðveislugildi. Hins vegar er ljóst, að þessi elsti hluti Klettaborgar er sannarlega áhugaverð og skemmtileg heild. Myndin er tekin þann 20. september 2020.

Heimildir: Byggingarnefnd Akureyrar. Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 838, 30. júní 1939. Fundur nr. 843, 6. okt. 1939. Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 38
  • Sl. sólarhring: 83
  • Sl. viku: 318
  • Frá upphafi: 420291

Annað

  • Innlit í dag: 20
  • Innlit sl. viku: 215
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband