31.1.2021 | 10:22
Hús dagsins: Klettaborg 4
Klettaborg 4 reistu þeir Arnór Einarsson og Herbert Tryggvason árið 1947. Það var á sumarsólstöðum 1946 að þeir fengu byggingarleyfi á lóð, sem þeir höfðu nýlega fengið á leigu. Teikning og lýsing voru sagðar fylgja, en ekki er farið nánar út í lýsingu á húsinu, að öðru leyti en því, að það var steinsteypt. Teikningarnar að húsinu gerði Sigurður Hannesson.
Klettaborg 4 er einlyft steinhús á háum kjallara (eða jarðhæð) og með lágu valmaþaki. Húsið er byggt sem parhús, því sem næst samhverft og skiptist í austur og vesturhluta. Í flestum gluggum hússins eru einfaldir, lóðréttir póstar, bárujárn á þaki og veggir múrsléttaðir. Á stöfnum hússins, sem snúa mót austri og vestri eru steyptar tröppur og inngöngudyr á hæð.
Klettaborg 4 var um áratugaskeið efsta og vestasta húsið við Klettaborg. Þar sem lóðarmörkum sleppti tók raunar sveitin við með grænum túnum. Þéttbýli tók að rísa, skammt ofan við Klettaborg, við Kringlumýri á 6. og 7. áratugnum og enn ofar og vestar, í Gerðahverfi á þeim áttunda. Það var hins vegar ekki fyrr en um og uppúr aldamótum að hverfi tók að rísa við vestar við Klettaborgina. Líkt og flestir sem byggðu og bjuggu í húsunum við Klettaborgina unnu þeir Herbert Tryggvason og Arnór Einarsson á Gefjuni. Það var ekki óalgengt að menn ynnu á verksmiðjunum á Gleráreyrum svo áratugum skipti. Herbert náði þeim áfanga árið 1984, að hafa unnið í 50 ár á Gefjuni. Fyrst sem afgreiðslumaður en síðar, og um áratugaskeið, sem afgreiðslustjóri heildsölu fyrirtækisins. Margir hafa átt heima í Klettaborg 4 eftir þeirra tíð, og alla tíð hefur það verið parhús. Húsið er að mestu óbreytt frá upphaflegri gerð, en þó hafa verið gerðar smávægilegar breytingar á gluggaskipan.
Klettaborg 4 er glæst og vel hirt hús, sem og umhverfi þess og lóð. Það er mjög svipað næstu húsum að gerð, en eina parhúsið í þyrpingunni og því ívið stærra en t.d. Klettaborg 1-3. Á lóðinni eru nýlegir pallar og verandir úr timbri og frágangur allur hinn snyrtilegasti. Húsið er umvafið gróskumiklum trjágróðri, líkt og nærliggjandi. Ekki er höfundi kunnugt um, hvort Klettaborg 4 hafi varðveislugildi. Ætti síðuhafi hins vegar að úrskurða um, hvort þessi litla þyrping steinhúsa frá miðri 20. öld við Klettaborg, ætti að hafa eitthvert varðveislugildi, væri svarið að sjálfsögðu aðeins á einn veg. Þá er grænt og geðþekkt umhverfi Klettaborgarinnar einstaklega aðlaðandi. Sem áður segir, er Klettaborg 4 parhús með tveimur íbúðum. Myndin er tekin þann 20. september 2020.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1056, 21. júní 1946. Óprentað, óútgefið; varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Arnór. Það er heilmikið fjallað um KA og Þór á akureyrskum netsíðum. En hvernig skiptist eiginlega bærinn milli þeirra? Er fólk í Glerárþorpi í Þór og fólk í mið- og innbænum í KA?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 5.2.2021 kl. 17:02
Sæl og blessuð
Þetta er nokkurn veginn rétt hjá þér, skiptingin Þór/KA miðast við Glerá; flestir eru íbúar Glerárþorps (norðan Glerár) Þórsarar og fólk á Brekkunni, Innbænum og nærliggjandi svæðum í KA. Eyrin hefur mér ætíð þótt svolítið beggja blands, líklega eru þó Þórsarar í nokkrum meirihluta þar. Ekki algilt svosem- það finnast Þórsarar á Brekkunni og KA-menn í Þorpinu o.s.frv.
Arnór Bliki Hallmundsson, 7.2.2021 kl. 17:20
Takk f. svarið. Var Þór þá kannski stofnaður áður en þorpið sameinaðist Akureyri? Hvenær var það annars? Fátæka fólkið bjó í þorpinu, hefur þá ekki verið stéttamunur á félögunum?
Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 8.2.2021 kl. 13:12
Sæl aftur.
Þór var nefnilega stofnaður á Oddeyrinni árið 1915, þ.e. fjörutíu árum áður en Glerárþorp sameinaðist Akureyri. KA er hins vegar stofnað 1928, í Innbænum. Veit ekki með stéttamun beinlínis milli félaga- en staðreyndin er sú, að efnaðra fólk bjó í meira mæli í Innbænum en á Eyrinni.
Arnór Bliki Hallmundsson, 8.2.2021 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.