29.4.2021 | 17:31
Hús dagsins: Strandgata 3 (og forverar á lóð)
Eitt stærsta hús Miðbæjarins stendur næstefst við Strandgötu, austan við Landsbankahúsið. Segja má, að húsið standi við fjórar götur, því að vestanverðu liggur húsið við Túngötu (efsta þvergatan norður úr Strandgötu), austurhliðin að Geislagötu og bakhliðin að Bankastíg. Síðasttalda gatan tengir saman Túngötu/Hólabraut við Geislagötu, framan við Geislagötu 5, sem um áratugaskeið hýsti Búnaðarbankann og arftaka hans. Um er að ræða Strandgötu 3. Húsið er eitt það yngsta við Strandgötuna og er byggt á árunum 1998-2000 af SS-Byggi en húsið var teiknað á Úti-Inni Arkitektastofu af Baldri Ólafi Svavarssyni.
Húsið er í stórum dráttum þrjár álmur, suðurálma er sex hæðir (sjö hæða turn) með flötu þaki en norðurálma er þrjár hæðir, einnig með flötu þaki. Álmurnar tengjast með einlyftri byggingu, sem er bogadregin meðfarm horni Strandgötu og Túngötu. Undir húsinu er bílastæðakjallari og stendur innkeyrsluhús, þríhyrnd steinsteypt bygging með grasi á þekju skammt vestan norðurálmu. Veggir eru múrhúðaðir og gluggar flestir póstlausir, dúkur á þaki. Á efri hæðum suðurálmu eru fjórar svalir á hverri hæð, til NA og SV. Húsið er á að giska um 25 m hátt.
Nú er sá sem þetta ritar í þeirri stöðu, að muna vel byggingu hússins og aðdraganda þess. Minnist síðuhafi þess, að hafa fyrst séð minnst á hugmyndina um sex hæða stórhýsi við Ráðhústorg í einhverjum kosningabæklingi fyrir sveitarstjórnarkosningar vorið 1998. Ekki voru menn á eitt sáttir við þessar hugmyndir- eins og oft vill verða þegar reisa á stórhýsi í rótgrónum hverfum. Um það leyti var á þessum slóðum plan eða bílastæði, sem hjólabrettakappar nýttu mikið og vinsælt að safnast þarna saman. Þarna hafði áður staðið lítið einlyft timburhús, sem hýsti Nætursöluna, en það hús var rifið snemma á 10. áratugnum. Þá var þarna afgreiðsla Bifreiðarstöðvar Akureyrar, sem Kristján Kristjánsson reisti á þriðja áratugnum en það hús var flutt af þessum stað áratugum fyrr. Strandgata 3 er nokkurn veginn óbreytt frá upphaflegri gerð. Húsið hefur hýst hina ýmsu starfsemi, t.d. var á fyrstu hæðum hússins veitingastaður að nafni Gleðibankinn. Hann var allt í senn, vídeóleiga, skyndibitastaður og spilakassasalur; sannkallaður Gleðibanki. Á götuhæð eru nú afgreiðsla Sjóvá-Almennra í suðurálmu, afgreiðsla Póstsins norðanmegin í norðurálmu og verslun Símans vestanmegin í milliálmu. Á efri hæðum eru skrifstofur m.a. lífeyrissjóða en íbúðir eru á efri hæðum suðurálmu. Húsið er, vegna stærðar sinnar, mjög áberandi kennileiti í Miðbænum. Það er sagt, í Húsakönnun 2014, hafa gildi fyrir Ráðhústorgs og nágrennis og standa á áberandi stað í Miðbænum. Það er þó ekki talið hafa verulegt varðveislugildi, enda á það sjaldnast við um byggingar á þrítugsaldri. Myndin er tekin 19. janúar 2020, horft til suðvesturs af Geislagötu.
Núverandi hús er svosem ekki fyrsta stórhýsið á lóðinni. Fyrsta húsið sem reis á þessum slóðum var tvílyft timburhús á háum kjallara og með háu risi og þremur burstum. Það hús var eitt af stærstu húsum Oddeyrar á þeim tíma og kallaðist Hornhúsið eða Horngrýti, en það byggðu þeir Kolbeinn Árnason og Ásgeir Pétursson árið 1905. Þeir fengu leyfi til að reisa hús, 16x26al. [ca.10x16,3m] með útskotum á báðum framhliðarhornum, 1 al. [63cm] til hvorrar hliðar. Þetta glæsta hús stóð einungis í hálft annað ár, því að kvöldi 18. október 1906 kom upp eldur í húsinu sem fyrir tilstilli óhagstæðrar vindáttar og frumstæðra brunavarna breiddist út til næstu húsa og brunnu þau öll til ösku. Er þessi stórbruni jafnan kallaður Oddeyrarbruninn. Á þessari mynd sést Hornhúsið á Strandgötu 5, h.u.b. fyrir miðri mynd.
Í marsbyrjun 1907 fékk Jón nokkur Norðmann leyfi til þess að endurbyggja húsið. Hugðist hann reisa það á grunni Hornhússins en nefnd gat ekki orðið við því þar sem ákveðið hafði verið að færa götulínuna. Reisti Jón veglegt timburhús með háu risi og miðjukvisti en mjög fljótlega keypti Ragnar Ólafsson, kaupmaður og athafnamaður húsið og átti það lengi á eftir. Í húsinu voru íbúðir, ýmsar verslanir, m.a. Leðurvörur, útibú Búnaðarbankans og sápubúð á fyrri hluta 20. aldar. Hús þetta stendur enn og er það með víðförlari húsum, því tvisvar hefur það verið flutt. Upp úr 1970 var það flutt að Lónsá í Glæsibæjarhreppi, um 5 km leið og fékk þar nefnið Berghóll. Um 2015 var það svo aftur flutt, aðra 5 km út á Moldhaugaháls, þar sem það mun nú nýtt sem aðstaða fyrir starfsmenn malarnáma á svæðinu.
Hér má sjá umrætt hús, sem Jón Norðmann reisti á Strandgötu 5 árið 1907 og stóð þar í rúm 60 ár. Nú stendur það á Moldhaugahálsi, skammt norðan og ofan við bæinn Moldhauga, um 9 km frá miðbæ Akureyrar.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1902-21. Fundur nr. 282, 23. des. 1904. Fundur nr. 283, 12. jan. 1905. Fundur nr. 324. 2. mars 1907 . Óprentað og óútgefið, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Landslag arkitektastofa 2014. Akureyrarbær Miðbær- Húsakönnun. Unnið fyrir Akureyrarbæ. Óprentað, pdf aðgengilegt á slóðinni http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/midbaer_husakonnun-2014.pdf
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.