27.8.2021 | 14:48
Hús dagsins: Ránargata 19
Árið 1948 fékk Kristinn nokkur Karlsson lóð við Ránargötu og byggingarleyfi sumarið 1949. Hins vegar munu þau Jón Hallgrímsson og Cecilía Steingrímsdóttir hafa reist húsið. En byggingarleyfi Kristins hljóðaði upp á, að reisa hús samkvæmt meðfylgjandi teikningu, en teikningarnar gerði Tryggvi Sæmundsson og eru þær aðgengilegar á kortavef Akureyrar. Sex árum síðar teiknaði hann einnig viðbyggingu á bakhlið hússins.
Ránargata 19 er tvílyft steinhús með valmaþaki. Mjótt útskot er til suðvesturs en austanmegin á suðurhlið eru svalir á báðum hæðum. Á bakhlið er einnig útbygging norðanmegin, ein hæð með með flötu þaki. Gluggar hússins eru flestir breiðir krosspóstar og á útskoti eru margskiptir og víðir gluggar til suðurs. Þeir eru innrammaðar með steyptum, lóðréttum böndum sem ná frá grunni upp undir þakskegg. Sams konar steypt bönd eru svalahandriði neðri hæðar. (Þegar mynd er tekin vantar reyndar handrið á svalir efri hæðar, mögulega verið að endurnýja). Veggir eru klæddir steiningarmúr og bárujárn á þaki.
Sem fyrr segir munu þau Jón Hallgrímsson og Cecilía Steingrímsdóttir hafa reist húsið, enda þótt Kristinn Karlsson sé skrifaður fyrir því í bókunum Bygginganefndar og á teikningum hússins. Mjög snemma, eða 1952 eru þau Jóhann Þorkelsson héraðslæknir og Agnete Þorkelsson hjúkrunarfræðingur flutt í húsið, og mögulega hafa þau reist húsið í félagi við þau Jón og Cecilíu (?) en húsið hefur frá upphafi verið tvíbýli, ein íbúð á hvorri hæð. Jón Hallgrímsson var Ólafsfirðingur, en fæddur á Mó við Dalvík, en Cecilía var Akureyringur, nánar tiltekið úr Ránargötu en faðir hennar, Steingrímur Eggertsson reisti Ránargötu 1 árið 1930. Jón starfaði lengst af við Olíusöludeild KEA. Þau Jón og Cecilía bjuggu hér allt þar til Jón lést, 1994, eða í tæpa hálfa öld.
Jóhann Þorkelsson héraðslæknir, sem hér bjó til æviloka, 1970, var fæddur í Fljótum árið 1903. Hann nam læknisfræði við Háskóla Íslands og lauk þaðan kandidatsprófi 1933 og hélt svo til Danmerkur í framhaldsnám. Þar kynntist hann Agnete Brinck Clausen, sem tók nafn hans, Þorkelsson er þau giftust. Jóhann tók við embætti héraðslæknis árið 1938 og gegndi því í þrjá áratugi. Má nærri geta, að mikið hafi mætt á héraðslækni á þessum árum, enda umdæmið stórt og berklar útbreiddir og afar skæðir. Jóhann gegndi einnig ýmsum embættis- og trúnaðarstörfum m.a. hjá Rauða Krossinum, styrktarfélagi vangefinna o.fl. og var m.a. einn helsti hvatamaður að stofnun sambýlisins Sólborgar, árið 1969. Þess má reyndar geta, að sl. þrjá áratugi hefur Sólborg hýst Háskólann á Akureyri en önnur búsetuúrræði hafa tekið við hlutverki Sólborgar. Þá var Jóhann ræðismaður Dana á Akureyri frá árinu 1957 til dánardægurs. Jóhann var sæmdur Fálkaorðunni árið 1968. Sem fyrr segir, lést Jóhann árið 1970 en Agnete bjó hér áfram, allt til æviloka, 1995. Þannig voru sömu eigendur að báðum hæðum hússins í tæpa hálfa öld. Ýmsir hafa búið hér í lengri eða skemmri tíma eftir tíð heiðurshjónanna tveggja, en líklega hafa eigenda- og íbúaskipti ekki verið tíð, sé tekið meðaltal allra þeirra rúmu sjötíu ára sem húsið hefur staðið.
Ránargata 19 er reisulegt og traustlegt hús og í mjög góðri hirðu. Steyptu böndin á suðurhlið gefa húsinu ákveðin sérkenni og setja á það skemmtilegan svip. Lóðin er einnig gróskumikil og vel hirt og skartar m.a. tveimur reynitrjám fremst, nokkurn veginn beint á móti inngöngudyrum. Syðst á lóðinni, eiginlega við mörkin að nr. 17, stendur gróskumikið birkitré, sem fljótt á litið virðist vera hengibjörk. Hins vegar ber að gæta, að einkenni hengibirkis þ.e. hangandi greinarendar geta einnig birst á venjulegu birki.
Það er álit þess sem þetta ritar, að þessar húsaröð og einstök hús innan þeirra séu vel þess virði, að hljóta einhvers konar varðveislugildi. En það er auðvitað aðeins persónuleg skoðun höfundar, ekki sérfræðiálit. Meðfylgjandi myndir eru teknar þ. 1. maí 2021.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 1103, 15. okt 1948. Fundur nr. 1109, 10. júní 1949. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 33
- Sl. sólarhring: 45
- Sl. viku: 504
- Frá upphafi: 436859
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 326
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.