Hús dagsins: Ægisgata 20

Ægisgötu 20 reisti Pálmi S. Ólafsson árið 1944 en hann fékk P5011001haustið 1943 lóðina, er hann og Ottó Gottfreðsson sóttu í sameiningu um lóðir nr. 18 og 20.

Ægisgata 20 er einlyft timburhús, klætt einhvers konar múrplötum, mögulega steníplötum. Bárujárn er á þaki og krosspóstar í gluggum. Á bakhlið er þríhyrnt útskot, forstofubygging og sólskáli úr gleri á suðvesturhorni. Húsið virðist nokkurn veginn sams konar og næsta hús sunnan við, Ægisgata 18. Ekki er ólíklegt að húsin hafi verið byggð eftir sömu teikningu og þá hafa húsin hlotið sams konar breytingar við endurbyggingu.

Pálmi S. Ólafsson, sem er e.t.v. þekkastur fyrir að hafa staðið vaktina á Blaðavagninum sínum við Ráðhústorg um árabil, bjó líkast til ekki lengi í þessu húsi. Elsta heimildin sem timarit.is finnur um húsið í bæjarblöðunum er frá vorinu 1944, þegar húsið er auglýst til sölu. Hvort þau Þorsteinn Þorleifsson (1912-1989) vélstjóri frá Dalvík og Hrefna Sigurjónsdóttir (1917-1996), sem var fædd og uppalin á Akureyri hafi eignast húsið þá er greinarhöfundi ókunnugt um. En þau bjuggu hins vegar hér um áratugaskeið eða frá því um miðja öldina. Um 1993 var hlaut húsið gagngerar endurbætur, eftir teikningum Antons Arnar Brynjarssonar. Var þá m.a. byggður sólskáli úr gleri á suðvesturhorni hússins. Sams konar endurbætur voru gerðar á „systurhúsinu“ sunnan við, Ægisgötu 20. Þannig hlutu þessi hús, sem eru líkast byggð eftir sömu teikningu, sams konar breytingu og eru fyrir vikið jafn svipuð og í upphafi.

Ægisgata 20 er látlaust og snyrtilegt hús og í mjög góðri hirðu. Það setur skemmtilegan svip á heildstæða götumyndina ásamt „tvíburahúsinu“ nr. 18.  Lóð er einnig gróin og vel hirt og ber nokkuð á verklegu og gróskumiklu reynitré suðvestanmegin á lóð, en einnig prýða hinir ýmsu runnar og skrautplöntur lóðina. Ekki veit síðuhafi til þess, að húsakönnun hafi verið unnin um þennan hluta Oddeyrar en eitt er víst: Ef sá möguleiki væri fyrir hendi, að friðlýsa heilar götur og götumyndir stæði Ægisgatan svo sannarlega undir því. Leitun er að jafn heilsteyptri og samstæðri götumynd í þetta langri götu en við hana standa 30 hús. Myndin er tekin 1. maí 2021

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 956, 10. sept. 1943 Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nei því miður hefur það ekki komist í verk að vinna húsakönnun fyrir norðurhluta Eyrarinnar þrátt fyrir að lengi hafi verið talað um þörf á því.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.11.2021 kl. 10:46

2 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Það væri svo sannarlega þarfaverk. Þarna leynast miklar svo sannarlega margar gersemar, sem vert er að huga að. 

Arnór Bliki Hallmundsson, 27.11.2021 kl. 16:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • P3180106
  • IMG_1560
  • IMG_1561
  • IMG_1557
  • IMG_0685

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 22
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 302
  • Frá upphafi: 420275

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 205
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband