Hús dagsins: Ægisgata 21

Ægisgötu 21 reisti Halldór Jónsson árið 1945 en lóðina hafði P5011003hann fengið árið áður. Hann fékk leyfi til að reisa hús úr steinsteypu, ein hæð á lágum grunni, með valmaþaki úr timbri. Stærð hússins 12,9x12,2m auk útskots að vestan 1,6x4,8m. Upprunalegar teikningar eru ekki aðgengilegar á kortavef Akureyrarbæjar, en ekki er ólíklegt, að Halldór, sem var trésmíðameistari hafi sjálfur teiknað húsið. Hann teiknaði alltént bílskúr á lóðinni árið 1963.

Ægisgata 21 er líkt og hvert og eitt einasta hús við götuna, einlyft steinhús með valmaþaki. Lóðréttir póstar með opnanlegum þverfögum eru í gluggum, bárujárn á þaki og sléttur múr á veggjum.

     Halldór Jónsson (1896-1974) var sem áður segir trésmíðameistari. Hann var uppalin á Grímsnesi á Látraströnd, norðan Grenivíkur eða er alltént skráður þar í Manntali 1901. Hann var kvæntur Elísabetu Jónsdóttur saumakonu (1902-1987), sem hét fullu nafni Guðný Elísabet Jónsdóttir. Hún var frá Fagraneskoti í Grenjaðarstaðasókn. Bjuggu þau hér um áratugaskeið, en Halldór lést árið 1974 og mun Elísabet hafa búið hér eitthvað eftir hans dag. Þau ræktuðu á lóðinni mjög skrautlegan garð og hlaut garðurinn verðlaun Fegrunarfélags Akureyrar árið 1956. Bílskúr byggðu þau, sem áður segir eftir teikningum Halldórs árið 1963. Húsið hefur nokkrum sinnum skipt um eigendur íbúa eftir þeirra tíð og öllum auðnast að halda því vel við.

Ægisgata 21 er reisulegt og snyrtilegt hús og í mjög góðri hirðu. Á því er m.a. nýlegt þak. Sömu sögu er að segja af lóð, nýleg stétt fyrir framan húsið og allur frágangur til fyrirmyndar. Ekki liggur fyrir húsakönnun um þennan hluta Oddeyrar en eitt er víst: Ef sá möguleiki væri fyrir hendi, að friðlýsa heilar götur og götumyndir stæði Ægisgatan svo sannarlega undir því. Leitun er að jafn heilsteyptri og samstæðri götumynd í þetta langri götu en við hana standa 30 hús. Myndin er tekin 1. maí 2021

 

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr.967. 10. mars 1944. Fundur nr. 1010, 13 apríl 1945. Varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 31
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 502
  • Frá upphafi: 436857

Annað

  • Innlit í dag: 22
  • Innlit sl. viku: 324
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband