29.1.2022 | 11:59
Hús dagsins: Eyrarvegur 4
Þann 17. júní 1945 átti Lýðveldið Ísland ársafmæli. Um mjög svipað leyti hóf Eggert Ólafsson byggingu á íbúðarhúsi við Eyrarveg 4, en byggingarleyfi fékk hann þann 15. júní þ.á. Fékk hann að reisa hús 11,7x9m að stærð, ein hæð úr r-steini með valmaþaki úr timbri. Lóðina hafði hann fengið árið áður. Upprunalegar teikningar liggja ekki fyrir á kortavef, en líkleg nöfn sem síðuhafa dettur í hug eru t.d. Tryggvi Jónatansson, Guðmundur Gunnarsson eða Guðmundur Magnússon.
Eyrarvegur 4 er einlyft steinhús á lágum grunni með lágu valmaþaki. Veggir eru múrsléttaðir og bárujárn á þaki. Horngluggar í anda funkisstíls á norðvestur og suðvesturhornum en í flestum gluggum eru lóðréttir póstar með skiptum fögum. Suðaustur úr húsinu er bakálma eða viðbygging og fast upp við hana er bílskúr. Á nýlegum (2016) teikningum Ágústs Hafsteinssonar kemur fram, að húsið sé byggt úr r-steini, einangrað með reiðingi þ.e. upprunalegir útveggir, en búið sé að einangra þá upp á nýtt með 50mm plasteinangrun og múrhúða.
Eggert Ólafsson (1910-1975) og Halldóra Sigurðardóttir (1904-1983) sem byggðu húsið 1945 bjuggu hér alla tíð síðan, eða til dánardægra. Eggert, sem lengst af starfaði sem vélstjóri, var Akureyringar að uppruna; nánar tiltekið Oddeyringur. Enn nánar tiltekið ólst hann upp í Norðurgötu 1 hjá Vébjörgu Árnadóttur og Árna Indriðason en í Manntali 1920 er hann sagður tökubarn þar. Norðurgata 1 kallaðist löngum Vébjargarhús. Halldóra Sigurðardóttir var úr Ólafsfirði, skráð í Manntali 1910 í Þorsteinshúsi þar í bæ. Hélst húsið í eigu afkomenda þeirra eftir þeirra dag. Um 1980 var byggt við húsið til suðurs, 42 m2 bygging og bílskúr fast við viðbyggingu sunnan og austanmegin. Teikningar að þessum byggingum gerði Haukur Haraldsson. Um árabil, áratugina sitt hvoru megin við aldamót, var starfrækt hárgreiðslustofa í bílskúrnum, Studio Marilyn. Sú sem greiddi þar hár og klippti var Halldóra Vébjörnsdóttir, sonardóttir Eggerts Ólafsson og Halldóru Sigurðardóttur.
Eyrarvegur 4 er reisulegt hús og í mjög góðri hirðu. Það hefur nýlega hlotið miklar endurbætur og virðist sem nýtt að sjá og frágangur hússins og umhverfi allur hinn snyrtilegasti. Lóðin, sem er gróskumikill og er af þeim stærstu við íbúðarhús á Oddeyri, um 1100 m2 . Lóðirnar á þessum slóðum, vestast við Fjólugötu eru býsna víðlendar, en það kemur til af mótstæðum sveigjum gatnanna; Eyrarvegur liggur sem beint strik í A-V á meðan Fjólugatan liggur í nokkurs konar breiðboga samstefna, með ákveðinni sveigju til suðurs, vestast. Á sömu slóðum sveigir Glerárgata mjög skarpt til vesturs, svo skiki sá, er afmarkast af þessum götum, ásamt Norðurgötu í austri, er í laginu eins og fleygur með skástæðum toppi. (Kannski hefði átt að vara þá við, sem ekki þekkja áttirnar á Akureyri við málsgreinunum hér á undan). Eyrarvegurinn er ein af mörgum skemmtilegum og áhugaverðum götumyndum eldri hverfa Akureyrar. Hún er eiginlega tvískipt; sunnanmegin eru funkishús með valmaþökum, áþekk húsum við Ægisgötu en norðanmegin er þyrping verkamannabústaða með sérstæðu lagi. Að sjálfsögðu verðskulda öll þessi hús varðveislugildi að mati síðuhafa. Myndin er tekin þann 22. júní 2021.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 988, 25. ágúst 1944, nr. 1022, 15. júní 1945 Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 508
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 354
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.