Gleðilega páska

Óska ykkur öllum, nær og fjær gleðilegra páska.laughingcool

Páskamyndin í ár er tekin þ. 29. mars sl. af Eyjafjarðarbraut eystri við afleggjarann að Freyvangi og horft til suðurs, þ.e. fram Eyjafjörð. Ytra Laugaland, Laugarholt og Vökuland í forgrunni og fjallahringurinn vestanmegin baðaður síðvetrarsól. Kerling, hæsta fjall Norðurlands er falin inn í skýjabólstrum lengst til hægri en fjær sjást Möðrufellsfjall, Hvassafellsfjall og fram í Djúpadal.  

P3291004


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Takk, sömuleiðis! cool

Fremst á myndinni sýnist undirrituðum vera heljarinnar skurður og mörlenskir bændur fengu styrki frá íslenska ríkinu til að grafa skurði en nú fá þeir styrki frá ríkinu til að moka ofan í skurðina. cool

Bakkabræður

Þorsteinn Briem, 17.4.2022 kl. 12:00

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

17.4.2022 (í dag):

"Losun kolefnis frá landbúnaði á Íslandi hefur líklega verið stórlega ofmetin, samkvæmt nýrri rannsókn. cool

Margt bendir til að mýrar sem bændur þurrkuðu upp og breyttu í tún losi aðeins brot af því sem haldið hefur verið fram." cool

Mýrar sem mörlenskir bændur breyttu í tún losi aðeins brot af því sem haldið hefur verið fram

Þorsteinn Briem, 17.4.2022 kl. 12:26

3 Smámynd: Arnór Bliki Hallmundsson

Sæll. Já, satt er það, þarna er myndarlegur brautarskurður. Styrkir til að grafa og styrkir til að moka ofan í allt eftir bestu vísindalegum rökum hvers tímaskeiðs; þetta mætti kannski kalla einhvers konar hringrás wink

(Kannski, þegar líða tekur á þessa öld, þykir sannað að skurðirnir séu í raun allra meina bót. Þá verða kannski styrkir til þess að moka upp úr skurðunum aftur undecidedcool)

Arnór Bliki Hallmundsson, 17.4.2022 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 23
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 440
  • Frá upphafi: 440797

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 214
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband