27.4.2022 | 17:44
Hús dagsins: Eyrarvegur 25-27
Eyrarvegur 25-27 er eitt margra parhúsa sem Byggingafélag Akureyrar reisti á árabilinu 1939-47, eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Húsið stendur austast af hinni miklu torfu Byggingafélagshúsanna, á horni Eyrarvegar og Norðurgötu og markar raunar suðausturhorn hennar. Í vestri og norðri afmarkast þessi þyrping af götunum Sólvöllum og Víðivöllum. Húsið er reist 1947, í síðasta áfanga þessara bygginga við Eyrarveg. Voru húsin reist eftir byggingarleyfum sem veitt voru 1939 og 1942. Um var að ræða leyfi fyrir húsum, 14,6x7,50m að stærð með útbyggingum í báða enda, 4,3x3,8m. Byggð úr steinsteypu með járnklæddu timburþaki. Síðar voru byggðar stofuálmur við þó nokkur þessara húsa. Síðar voru byggðar stofuálmur við þó nokkur þessara húsa.
Eyrarvegur 25-27 er einlyft steinhús með lágu risi. Húsið er samhverft A-V og á endum, burstir eða álmur sem snúa stöfnum N-S. Á veggjum er steiningarmúr, bárujárn á þaki og einfaldir lóðréttir póstar í flestum gluggum. Burstirnar á endunum eru viðbyggingar, reistar eftir heimild frá Bygginganefnd Akureyrar árið 1952. Byggt var við flest húsin á 6. , 7. og 8. áratugnum, en sum húsin er enn óviðbyggð. Á 27 var byggt við árið 1959 en viðbyggingin við 25 var nokkurn veginn fullbyggð vorið 1960.
Það er saga margra þessara húsa Byggingafélagsins, að þar hafa íbúaskipti ekki verið tíð. Þetta hús er þar engin undantekning, en í báðum hlutum hússins bjuggu sömu fjölskyldurnar, upprunalegir eigendur, í meira en 60 ár. Á Eyrarvegi 25, vesturhlutanum bjuggu frá upphafi þau Torfi Vilhjálmsson (1918-1966), frá Torfunesi í Köldukinn og Ólöf Valgerður Jónasdóttir (1916-2013) frá Vogum í Mývatnssveit. Á 27, austurhlutanum bjuggu þau Frímann Guðmundsson (1917-2000), frá Gunnólfsvík á Langanesi og Soffía Guðmundsdóttir (1918-2011) frá Syðsta Mó í Fljótum.
Torfi Vilhjálmsson (1918-1966) stundaði lengst af byggingavinnu og kom m.a. að byggingu Oddeyrarskóla, sem tekinn var í notkun 1957. Þar var hann húsvörður eða umsjónarmaður og sinnti því starfi til dánardægurs. Ólöf (1916-2013) starfaði í Oddeyrarskóla, við ræstingar, en hún vann einnig hjá Útgerðarfélaginu. Ólöf Jónasdóttir bjó á Eyrarvegi 25 allt til ársins 2013, eða í 66 ár og var tæplega 97 ára er hún fluttist á Dvalarheimilið Hlíð.
Frímann Guðmundsson, Frímann í Alaska, vann lengst af sínum starfsaldri hjá KEA, en þar hóf hann störf hjá matvörudeildinni árið 1939. Hann var lengi vel útibústjóri í versluninni Alaska við Strandgötu 25. Deildarstjóri hjá KEA var hann frá 1957. Líkt og nágrannarnir vestanmegin bjuggu þau Frímann og Soffía á Eyrarvegi 27 til æviloka, hann lést árið 2000 en hún árið 2011.
Parhúsið við Eyrarveg 25-27 er reisulegt og glæst hús. Er það í mjög góðri hirðu, á því er t.d. nýlegt þak. Þá hefur húsið væntanlega hlotið afbragðs viðhald í tíð upprunalegra eigenda og sú tíð sem spannaði meira en 60 ár. Austurendi hússins tekur þátt í götumynd Norðurgötu. Lóðir eru grónar og vel hirtar, á 27 ber mikið á verklegum og gróskumiklum birkitrjám. Trjám sem þau Frímann og Soffía hafa væntanlega gróðursett á sínum tíma. Húsið er hluti mikillar þyrpingar sams konar húsa, verkamannabústaða Byggingafélagsins, og ætti þessi merka torfa að sjálfsögðu að njóta friðunar. Það er a.m.k. álit síðuhafa. Myndirnar eru teknar þann 22. júní 2021.
Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 840, 10. Ágúst 1939, nr. 842, 18. Sept. 1939. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 920, 7. ágúst 1942. Fundargerðir 1948-57: Fundir nr. 1149, 22. feb. 1952, nr. 1158, 7. júlí 1952. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.
Pétur Torfason veitti einnig góðfúslega upplýsingar m.a. um byggingarár viðbygginga og eru honum færðar bestu þakkir fyrir.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 20
- Sl. sólarhring: 55
- Sl. viku: 437
- Frá upphafi: 440794
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 211
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.