Hús dagsins: Eyrarvegur 25a-27a

Við Eyrarveg norðanverðan er nokkurs konar „undirgata“, P6221009um 60 metra götustubbur sem hliðraður er um 30 metra til norðurs frá götunni sjálfri. Innst eða austast við þessa hliðargötu stendur Eyrarvegur 25a-27a, eitt eitt margra parhúsa sem Byggingafélag Akureyrar reisti á árabilinu 1939-47, eftir teikningum Guðjóns Samúelssonar. Stendur húsið í nokkurs konar krika á milli Eyrarvegar 25-27 og Norðurgötu 41. Næsta hús sunnan við er hins vegar Eyrarvegur 17-19. Húsið er árið 1947, í síðasta áfanga Byggingafélagsins við Eyrarveg.  

Eyrarvegur 25a-27a er einlyft steinhús með lágu risi. Húsið er samhverft A-V og á endum, burstir eða álmur sem snúa stöfnum N-S. Veggir eru múrsléttaðir, bárujárn á þaki og einfaldir lóðréttir póstar í flestum gluggum. Burstirnar á endunum eru viðbyggingar, reistar eftir heimild frá Bygginganefnd Akureyrar árið 1952. Byggt var við flest húsin á 6. og 7. áratugnum, en fáein hús eru enn í upprunalegri mynd. Teikningarnar að þessum viðbyggingum gerðu m.a. Tryggvi Sæmundsson og Mikael Jóhannsson hjá teiknistofu KEA.

Það koma ekki upp margar upp niðurstöður þegar heimilisföngunum Eyrarvegi 25a og 27a er flett upp á timarit.is. Það er í raun ósköp eðlilegt, þegar í hlut á hús, sem alla tíð hefur verið íbúðarhús. Því hafa ber í huga, að til þess að hús rati í hinn ágæta gagnagrunn þarf heimilisfangið að hafa birst á síðum dagblaða. En upp úr miðri síðustu öld er það skrúðgarður á Eyrarvegi 25a sem nokkrum sinnum ratar á síður blaða. En Haraldur Jónsson, sem þarna bjó um langt árabil, ræktaði þarna mikinn skrúðgarð. Hlaut garðurinn II verðlaun Fegrunarfélagsins árið 1951 og árið eftir 1. verðlaun. Sumarið 1955 auglýsir Haraldur á Eyrarvegi 25a til sölu tvær snemmbærar kýr. Hvort hann hafi hýst þær á Eyrinni eða fylgir þó ekki sögunni. Hins vegar var það löngum svo, að íbúar Oddeyrar héldu kýr, sem beitt var á beitarlönd á Brekkunni. Var þeim jafnan smalað saman og reknar upp Oddeyrargötuna, sem fyrir vikið var kölluð Kúagata. Voru það jafnan ungir strákar sem sáu um kúarekstur þennan og var það mikil virðingarstaða að verða „kúarektor“.  Á Eyrarvegi 27a bjuggu lengst af Ingvi Árnason og Anna Soffía Vigfúsdóttir frá Hliðskjálfi í Grýtubakkahreppi. Ingvi var uppalinn á Oddeyri, nánar tiltekið í Norðurgötu 19, en faðir hans, Árni Þorgrímsson, reisti það hús árið 1920.

Parhúsið við Eyrarveg 25a-27a  er reisulegt og glæst hús. Er það í mjög góðri hirðu. Þó margt hafi breyst frá tíð verðlaunaskrúðgarðs Haraldar Jónssonar fyrir 70 árum síðar eru lóðin, og lóð nr. 27a, enn gróskumiklar og vel hirtar og þær prýða hinn ýmis tré og runnar. Við Eyrarveg standa 9 parhús Byggingafélagsins, og ætti þessi merka torfa að sjálfsögðu að njóta friðunar. Þá er Eyrarvegartorfan hluti stærri heildar sams konar húsa; alls um 20 húsa, flestra parhúsa sem standa við göturnar Sólvelli og Víðivelli, sem og hluta Norðurgötu. En það er ekki aðeins húsin, sem vert að varðveita og friða. Þessi þyrping Byggingafélagshúsanna við Eyrarveg ramma nefnilega inn myndarlegan og geðþekkan garð, um 1200 fermetra grænt svæði. Þessa grænu perlu ber að sjálfsögðu að varðveita og hlúa að, enda menn sífellt að gera sér betur grein fyrir gildi og mikilvægi grænna svæða í byggðum. Myndirnar eru teknar þann 22. júní 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1935-41. Fundur nr. 840, 10. ágúst 1939, nr. 842, 18. Sept. 1939. Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 920, 7. ágúst 1942. Fundargerðir 1948-57: Fundir nr. 1149, 22. feb. 1952, nr. 1158, 7. júlí 1952. Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_2738
  • IMG_2743
  • IMG_2739
  • IMG_1044
  • IMG_1043

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 430
  • Frá upphafi: 440787

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 208
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband