Hús dagsins: Eyrarvegur 31

Gunnar Jósepsson reisti Eyrarveg 31 árið 1944 eftir teikningum Hjalta Espólín. P6221016Í aprílmánuði 1944 fékk Gunnar Jósepsson, sem tekið er fram í bókun Bygginganefndar, að sé búsettur á Hótel Gullfossi fékk lóðina á horni norðan Eyrarvegar og vestan Ránargötu. Ekkert byggingarleyfi virðist að finna undir hans nafni en árið 1945 fær Gunnar löggildingu sem byggingameistari innan Akureyrar. Haustið 1946 fær Gunnar leyfi til þess að steypa girðingu og er þá húsið risið. Upprunalegar teikningar að húsinu eru ekki aðgengilegar á kortavefnum en þar má hins vegar raflagnateikningar Ingva Hjörleifssonar frá 1945.  

Eyrarvegur 31 er tvílyft steinhús með lágu valmaþaki. Allt er húsið bárujárnsklætt, veggir og þak, og lóðréttir póstar með þverfögum í flestum gluggum. Horngluggar í anda funkisstefnu eru til suðausturs og norðvesturs, og svalir til suðausturs á efri hæð. Í upphafi var húsið með flötu þaki og var lítill ferkantaður turn á horni hússins en hann var tekinn niður þegar þak var endurnýjað um 2006.

Gunnar Jósefsson (1909-1984), sem byggði húsið, var frá Atlastöðum í Sléttuhreppi. Hann var búsettur hér í bæ frá 1944 er hann byggði Eyrarveg 31 og til 1955 er hann flutti til Reykjavíkur. (Ath. í heimildum er Gunnar ýmist sagður Jóseps- eða Jósefs-son, f eða p). Á þeim árum rak hann Dráttarbraut Akureyrar en Gunnar fékkst jafnt við húsbyggingar og skipasmíðar. Eftir að hann flutti suður var hann m.a eftirlitsmaður hjá Hitaveitu Reykjavíkur en fékkst síðar við byggingaframkvæmdir m.a. við hafnaframkvæmdir víða um land. Gunnar og kona hans, Ólöf Magnúsdóttir frá Ólafsfirði, bjuggu hér í rúman áratug. Árið 1955, er þau fluttu suður seldu þau húsið Steindóri Jónssyni. Hafa síðan margir átt húsið og búið hér. Um 2006 voru gerðar smávægilegar breytingar á húsinu, eftir teikningum Árna Gunnars Kristjánssonar  M.a. var turn á þaki tekinn burt og nýtt þak byggt á húsið og það klætt að utan.  

Eyrarvegur 31 er reisulegt og traustlegt hús og í mjög góðri hirðu og skartar m.a. nýleguP6221017 þaki og klæðningu á veggjum. Það er hluti mikillar þyrpingar tveggja hæða steinhúsa í funkisstíl, frá 5. og 6. áratug sl. aldar. Lóðin er einnig gróin og vel hirt og enn stendur hluti steypta veggjarins, sem Gunnar reisti árið 1946. Á suðausturhorni lóðarinnar stendur myndarlegur hlynur, líklega garðahlynur. Setur hann mikinn svip á umhverfið og er til mikillar prýði, en hlyntré eru ekki algeng í görðum Akureyrar. Tvær íbúðir eru í húsinu, ein á hvorri hæð. Myndirnar eru teknar þ. 22. júní 2021.

Heimildir: Bygginganefnd Akureyrar: Fundargerðir 1941-48. Fundur nr. 972, 21. apríl 1944, nr. 1022, 8. júní 1945, nr. 1065, 7. okt. 1946 Óprentað, varðveitt á Héraðsskjalasafninu á Akureyri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 62
  • Sl. viku: 585
  • Frá upphafi: 420750

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 466
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband