Þverárbrýr- myndasaga

Utarlega, austanmegin í Eyjafirði rennur ein af mestu þverám Eyjafjarðarár og heitir hún einfaldlega Þverá. Eyjafjarðarbraut eystri liggur yfir hana við bæina Hjarðarhaga og Þverá, síðarnefndi bærinn sunnanmegin, rúma 10 kílómetra frá Akureyri. Þverá var fyrst brúuð árið 1886 en vegleg steinbrú byggð á hana 1926. Sú brú, sem var endurbætt verulega um 1956, var í notkun allt til ársins 1993, að stóreflis brúarmannvirki, í raun var tröllaukið vegræsi var tekið í notkun. En fyrir ári síðan, um lok júní 2021 lét landfyllingin undan geysilegum vatnavöxtum. Skemmdist hún það mikið, að loka þurfti veginum. Þá kom sér nú aldeilis vel, að hin tæplega aldargamla steinbrú var enn til staðar og hægt var að hleypa umferðinni um hana. Endurbygging ræsisins var afar vandasöm, og tók nánast nákvæmlega eitt ár, en endurnýjað ræsi var tekið í notkun 28. júní sl. Hér eru nokkrar myndir af vettvangi:

P7020609

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Horft af brúnni: Vegræsið mikla á Þverá, mynd frá júlíbyrjun 2017.

 

P7020608

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gamla brúin á Þverá. Hún er að stofni til frá árinu 1926 en mun hafa verið endurbyggð að miklu leyti á 6. áratugnum. Mynd frá 2. júlí 2017.

PA031008

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá stokkinn úr vegræsinu en hann stóð af sér hamaganginn, enda úr þykkri, járnbentri steinsteypu. Það var hins vegar landfyllingin sem gaf sig, einfaldlega af því að stokkurinn tók ég við öllum vatnsflaumnum, en honum fylgdi víst töluvert af aur og stórgrýti. Bílar á ferð yfir gömlu brúna. Myndin er tekin 3. okt. 2021.

 

P3291006

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

29. mars 2022. Unnið að endurbyggingu ræsisins. Stokkurinn var lengdur og undirstöður styrktar umtalsvert. 

P6301005

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

30. júní 2022. Nýja ræsið komið í gagnið, þó enn vanti vegrið. Virðist traustlegt og stekbyggt; veitir enda ekki af, svo sem dæmin sanna. 

Er svo ekki bara upplagt, að enda þessa brúafærslu á hinu sígilda og hugljúfa lagi Simon and Garfunkel um brúna yfir beljandi fljótið: "Bridge Over Troubled water". cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • IMG_2698
  • IMG_2689
  • IMG_2665
  • IMG_2678
  • IMG_2610

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 60
  • Sl. viku: 491
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 323
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband