Húsakönnun um Oddeyri

Á vef Minjastofnunar er komið út mikið öndvegisrit sem ég fagna og mæli svo sannarlega með; nefnilega Húsakönnun (húsaskrá) fyrir Oddeyrina- nánast eins og hún leggur sig. Elsti og syðsti hlutinn var tekinn ítarlega fyrir í Húsakönnun fyrir um 30 árum síðan, og var gefin út á bók. Ég held að hver einasti pistill hér á síðunni um húsin við Eyrarveg og Ægisgötu, sl. mánuði, hafi endað á orðunum, að ekki hafi verið unnin húsakönnun um þennan hluta Oddeyrar. En hér er hún komin. Höfundur er Bjarki Jóhannesson skipulagsfræðingur, sem m.a. gegndi stöðu skipulagsstjóra Akureyrarbæjar.

Sjón er aldeilis sögu ríkari en á meðal þess sem fram kemur er (sjá bls. 40-43): 

  • Gjörvallur syðsti hluti Oddeyrar er skilgreindur sem varðveisluverð heild

 

  • Ægisgatan eins og hún leggur sig vernduð með hverfisvernd (sem mér skilst, að sé það sem næst kemst friðun á götumynd)

 

  • Ysti hluti Norðurgötu vestanmegin er verndaður með hverfisvernd

 

  • Ytri hluti Norðurgötu austanmegin og Ránargata metin sem varðveisluverð heild.

 

  • Verkamannabústaðir Guðjóns Samúelssonar og Bárðar Ísleifssonar við Eyrarveg, Víðivelli og Norðurgötu eru skilgreindir sem varðveisluverðar heildir.

Húsakönnunin er aðgengileg á þessari slóð

Husaskra-Oddeyrar-Merged2-.pdf (minjastofnun.is)

Skjalið er um 100mb að stærð og telur hvorki meira né minna en 367 blaðsíður.

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur

Arnór Bliki Hallmundsson
Arnór Bliki Hallmundsson

Höfundur er grúskari. Skrifa um og mynda hitt og þetta auk eins og annars.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • IMG_1565
  • IMG_1569
  • IMG_1568
  • IMG_1564
  • IMG_1567

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 284
  • Frá upphafi: 420877

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 231
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband