23.10.2022 | 10:49
Hús dagsins: Lækjargata 2a; Frökenarhús
Í miðju hinnar skemmtilegu húsaþrenningar á horni Aðalstrætis og Lækjargötu er svokallað Frökenarhús. Það telst standa nr. 2a við Lækjargötu enda þótt það standi, strangt til tekið, við Aðalstræti. Samkvæmt Fasteignaskrá er skráð byggingarár Lækjargötu 2a, 1824. Ef það er rétt, er Lækjargata 2a annað elsta hús Akureyrar, hafandi rúman áratug framyfir Gamla Spítalann (1835). Hins vegar liggja fyrir nokkuð óyggjandi heimildir fyrir því, að húsið sé ekki byggt fyrr en 1839-40. Þar kemur við sögu enginn annar en amtmaðurinn og skáldið valinkunna Bjarni Thorarensen. Við könnun á uppruna húsa eru fundargerðarbækur bygginganefndar með áreiðanlegustu og mest afgerandi heimildunum sem bjóðast. En Bygginganefnd tók ekki til starfa fyrr en 1857, þannig að hús sem byggð eru fyrir þann tíma rötuðu ekki í bókanir hennar.
Lækjargötu 2a byggði Margrét Thorarensen, dóttir Stefáns amtmanns Thorarensen á Möðruvallaklaustri. Að öllum líkindum er húsið annað húsið í Akureyrarsögunni sem kona byggir, en nokkrum árum fyrr, 1834, hafði Vilhelmína nokkur Lever byggt hús þar sem nú er Hafnarstræti 23. Þess má geta, að þessar tvær heiðurskonur, sem fyrstar kvenna byggðu hús á Akureyri, voru nánast jafnöldrur, Vilhelmína fædd 1802 en Margrét 1803. Þess má líka geta, að þær létust sama ár, 1879.
Lækjargata 2a er einlyft timburhús með háu risi og tveimur smáum kvistum á framhlið. Á bakhlið er einn kvistur og viðbygging, einlyft með einhalla þaki og mun hún að hluta til grjóthlaðin. Á veggjum er timburklæðning, lóðrétt borð með listum yfir samskeytum, svonefnd listasúð, og bárujárn á þaki. Grunnflötur hússins er um 7,54x5,75m og bakbygging um 3x3m (ónákvæmt). Vesturhlið er örlítið lengri en húsið og Aðalstræti 6, sem áfast er húsinu að norðan, liggja ekki alveg hornrétt hvort að öðru.
Það var í febrúar árið 1840 sem Bjarni Thorarensen skrifar í bréfi til Gríms Jónssonar að Margrét frænka hans sé að byggja sér hús. Og einnig hafa varðveist reikningar frá Gudmannsverslun sem staðfesta, að Margrét tók út efni til efni til húsbyggingar á svipuðum tíma og timbur til girðingar við nýtt hús í júní sama ár. (Sbr. Hjörleifur Stefánsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir 2012) Það má því nokkurn veginn slá því föstu að Margrét hóf byggingu þessa húss sumarið 1839 og vann að byggingu þess fram á árið 1840. Árið 1845 er Margrét skráð í Manntali sem fröken og jarðeigandi til heimilis að Akureyri öðrunafni Eyjafjarðar höndlunar eður verðslunarstaður og virðist hús hennar teljast númer 43 í verslunarstaðnum. En Margrét giftist aldrei og var ætíð nefnd fröken, meira að segja titluð sem slík í Manntölum og húsið nefnt Frökenarhús.
Sem fyrr segir, lést Margrét Thorarensen árið 1879 og skömmu síðar eignaðist Stephan Stephansson húsið. Hann reisti árið 1894 viðbyggingu sunnan við húsið, sem síðar varð séreign og er nú Lækjargata 2. Frökenarhús varð þá Lækjargata 2a og er svo enn. Stephan Stephansson bjó hér til æviloka, 1919 og ekkja hans, Anna G. Melstad, orðlögð fyrir gestrisni og rausnarskap, flutti héðan ári síðar. Eignaðist þá Eggert Stefánsson símritari húsið og sama ár var húsið virt til brunabóta: Íbúðarhús einlyft og tvílyft, einlyfti parturinn með háu risi og tvílyfti parturinn með láu [svo] risi Við framhlið voru 3 stofur, við bakhlið var ein stofa, eldhús og forstofa. Á lofti voru fimm íbúðarherbergi, tvær geymslur og lítill skúr við bakhlið. Tveir skorsteinar voru á húsinu. Húsið var þá sagt timburklætt með steinplötum og þak úr timbri og járnvarin. Athuga ber, að þessi lýsing á við bæði húsin, Lækjargötu 2 og 2a. Það var hins vegar á fimmta áratug síðustu aldar sem húsunum var skipt í tvo eignarhluta þegar Kristinn Jónsson keypti húsið af Pétri Guðmundssyni. Hafa síðan margir átt og búið í Frökenarhúsi, sem lengst af hefur verið einbýlishús.
Húsið var frá upphafi timburklætt, líkt og tíðkaðist lengst af. Árið 1956 var húsið hins vegar múrhúðað eða forskalað og gluggum breytt og var það svo til ársins 2021. Fóru þá fram gagngerar endurbætur á húsinu, eftir teikningum Róberts Svavarssonar. Miðuðu þær að því, að færa húsið sem næst upprunalegu útliti, múrhúð tekin af og lóðrétt timburborð sett í staðinn og lóðréttum póstum skipt út fyrir sexrúðuglugga. Í stað stallað bárustáls kom bárujárn. Skemmst er frá því að segja, að þær endurbætur hafa heppnast stórkostlega og er nú mikill sómi af þessu þriðja elsta húsi bæjarins. Rétt að nefna, að húsið var þó ekki til neinnar óprýði enda mjög vel við haldið.
Frökenarhús er að sjálfsögðu friðlýst skv. aldursákvæði Þjóðminjalaga og tilheyrir auk þess einni elstu húsasamstæðu bæjarins. Í Húsakönnun 2012 segir á einum stað: Húsin á horni Aðalstrætis og Lækjargötu mynda eina elstu húsaþyrpingu á Akureyri. Þau eru hluti af sögulegum kjarna gömlu byggðarinnar í hjarta gömlu Akureyri. Elsta húsið, Frökenarhús, Lækjargata 2A er byggt um 1840 og og er friðað nú þegar en það er órjúfanlegur hluti heildarinnar sem myndar þessa þyrpingu og því ætti friðunin að ná til hennar allrar (Hjörleifur Stefánsson og Hanna Rósa Sveinsdóttir 2012: 19). Skemmst er frá því að segja, að nú eru öll húsin í þessari torfu aldursfriðuð en hin svokallaða 100 ára regla gekk í gildi skömmu eftir að umrædd húsakönnun var gerð. Myndirnar eru teknar 19. Desember 2015 og 9. ágúst 2022.
Heimildir:
Brunabótamat 1916-17. Varðveitt á Héraðsskjalsafninu á Akureyri, aðgengilegt á vefnum: Virðingabók Brunabótafélags Íslands, Akureyrarumboð 1916-1917 by Héraðsskjalasafnið á Akureyri - Issuu
Hjörleifur Stefánsson, Hanna Rósa Sveinsdóttir. 2012.â¯Húsakönnun- Fjaran og Innbærinn. Minjasafnið á Akureyri. Pdf-skjal á slóðinniâ¯http://www.minjastofnun.is/media/husakannanir/Fjaran-og-Innbaerinn-2012.pdf
Steindór Steindórsson. 1993. Akureyri höfuðborg hins bjarta norðurs. Reykjavík. Örn og Örlygur
Ýmis manntöl og gögn á vef Héraðsskjalasafns og manntal.is,⯠greinar á timarit.is; sjá tengla í⯠texta.
Um bloggið
Arnór Bliki Hallmundsson
Tenglar
Mínir tenglar
- Minjastofnun Heimasíða Minjastofnunar, fróðleikur um gömul um hús og mannvirki
- Landupplýsingakerfi Akureyrarkaupstaðar Hér er hægt að skoða Akureyri eins og hún leggur sig, tæknilegar upplýsingar og byggingarárs HvERS EINASTA húss í bænum og teikningar af sumum þeirra.
- Gamlar myndir frá Akureyri Stórskemmtileg myndasíða Rúnars Vestmann. Hér má sjá gnægð gamalla mynda af Akureyri.
- Náttúrufræðistofnun
- timarit.is Öflugur vefur til hvers kyns heimildaöflunar
- Umhverfisstofnun
Á síðunni minni
- Svona verður Húsapistill til Lesendur leiddir í allann sannleikan um tilurð dæmigerðs Húsapistils. Sett saman í tilefni af 10 ára afmælis h.d.
- 100 elstu hús Akureyrar 100, eða öllu heldur, 103 elstu húsin sem enn standa á Akureyri
- Húsapistlar 2023 "Hús dagsins" greinar árið 2023
- Húsapistlar 2021 "Hús dagsins" greinar árið 2021
- Húsapistlar 2022 "Hús dagsins" greinar árið 2022
- Húsapistlar 2020 "Hús dagsins" greinar ársins 2020
- Húsapistlar 2019 "Hús dagsins" greinar ársins 2019
- Húsapistlar 2018 "Hús dagsins" greinar ársins 2018
- Húsapistlar 2017 "Hús dagsins" greinar ársins 2017
- Húsapistlar 2016 "Hús dagsins" greinar á árinu 2016.
- Húsapistlar 2015 Hús sem ég skrifaði um árið 2015.
- Húsapistlar 2014 Hús sem ég skrifaði um árið 2014.
- Húsapistlar 2013 "Hús dagsins" greinar ársins 2013
- Húsapistlar 2012 "Hús dagsins" greinar ársins 2012
- Húsapistlar 2011 "Hús dagsins" greinar ársins 2011
- Húsapistlar 2010 "Hús dagsins" greinar ársins 2010
- Húsapistlar 2009 "Hús dagsins" greinar ársins 2009
- Bæjarbrunarnir á Akureyri í upphafi 20.aldar Stutt grein um brunanna miklu í Innbænum 1901 og 1912 og Oddeyrarbrunann 1906
- Akureyri- 150 ára sögustiklur Árið 2012 tók ég saman í stuttu máli byggðasögu Akureyrar, m.t.t. mannvirkjauppbyggingar o.fl.
Ytri Brekka
- Bjarmastígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarmastíg.
- Bjarkarstígur Hús sem ég fjallað um, við Bjarkarstíg á Brekkunni
- Brekkugata Hús við Brekkugötu sem ég hef skrifað um hér.
- Gilsbakkavegur Hús við Gilsbakkaveg, sem ég hef fjallað um hér.
- Hamarstígur (neðan Þórunnarstrætis) Hús sem ég hef fjallað um, við Hamarstíg
- Hlíðargata Hús sem ég fjallað um, við Hlíðargötu.
- Holtagata Hús sem ég fjallað um, við Holtagötu.
- Klapparstígur- Krabbastígur Söguágrip húsanna við Klapparstíg og Krabbastíg
- Lögbergsgata Hús sem ég hef fjallað um, við Lögbergsgötu.
- Munkaþverárstræti Umfjallanir um hús Munkaþverárstræti, Brekkunni.
- Oddagata Hús sem ég fjallað um við Oddagötu á Neðri-Brekku.
- Oddeyrargata Hús við Oddeyrargötu sem ég hef skrifað um hér.
- Þingvallastræti Hús sem ég fjallað um, við Þingvallastræti
- Sniðgata Hús sem ég hef fjallað um, við Sniðgötu.
- Helgamagrastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Helgamagrastræti.
Syðri Brekka
- Býli á Brekkunni Gömul býli og önnur hús á Brekkunni, bæði Syðri og Ytri
- Eyrarlandsvegur Hér eru greinar um hús sem standa við Eyrararlandsveg á Brekkunni.
- Eyrarlandsstofa Eyrarlandsstofa í Lystigarðinum
- Hrafnagilsstræti Hús sem ég fjallað um, við Hrafnagilsstræti
- Möðruvallastræti Hús sem ég hef fjallað um, við Möðruvallastræti.
- Skólastígur Hús sem ég hef fjallað um, við Skólastíg
Oddeyri
- Eiðsvallagata Söguágrip um hús við Eiðsvallagötu á Akureyri.
- Fjólugata Hús sem ég fjallað um, við Fjólugötu á Oddeyri
- Gránufélagsgata Hús sem ég fjallað um við Gránufélagsgötu á Eyrinni.
- Hríseyjargata Hús sem ég hef fjallað um, við Hríseyjargötu.
- Laxagata Hús sem ég fjallað um við Laxagötu á Eyrinni.
- Lundargata Hús sem ég fjallað um við Lundargötu á Eyrinni.
- Norðurgata (sunnan Eyrarvegar) Umfjallanir um hús við Norðurgötu á Eyrinni, ritað frá júní 2009 til feb.2015
- Ránargata Stutt söguágrip húsana við sunnanverða Ránargötu á Oddeyri.
- Strandgata Hús sem ég fjallað um, við Strandgötu
- Geislagata, Glerárgata, Hólabraut, Grundargötu Nokkrar götur á Oddeyri
- Ægisgata Hús sem ég fjallað um, við Ægisgötu á Oddeyri
- Sláturhúsið á Oddeyrartanga Sláturhús KEA á Oddeyrartanga b.1928.
- Nótastöðin Nótastöðin á Gleráreyrum/Oddeyri, b. 1945.
- Grænagata Hús sem ég hef fjallað um, við Grænugötu
- Eyrarvegur Færslur um hús við Eyrarveg
Innbær
- Aðalstræti Hús sem ég hef fjallað um við Aðalstræti
- Hafnarstræti í Innbænum Hafnarstræti að mörkum Innbæjar og Miðbæjar.
- Lækjargata Söguágrip um hús við Lækjargötu í Innbænum á Akureyri.
- Spítalavegur Hús sem ég hef fjallað um við Spítalaveg sem liggur milli Innbæjar og S-Brekku
Miðbær
- Hafnarstræti: Miðbær Hús sem ég hef fjallað um í Miðbæjarhluta Hafnarstrætis
- Ráðhústorg Ráðhústorg 1-5.
- Skipagata Hús sem ég hef fjallað um, við Skipagötu
Glerárþorp
- Glerárþorp Býli og önnur hús í Glerárþorpi
Eyjafjarðarsveit
- Freyvangur Umfjöllun um félagsheimilið Freyvang Eyjafjarðarsveit (Öngulsstaðahreppi)
- Laugarborg Umfjöllun um félagsheimilið Laugarborg Eyjafjarðarsveit (Hrafnagilshreppi)
- Sólgarður Umfjöllun um félagsheimilið Sólgarð Eyjafjarðarsveit (Saurbæjarhreppi)
- Þighúsið á Hrafnagili Umfjöllun um fyrrum félagsheimilið og þinghúsið á Hrafnagili
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 25
- Sl. sólarhring: 52
- Sl. viku: 516
- Frá upphafi: 436911
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 347
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.